Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 08:00 Zlatan Ibrahimovic spilaði á sínum tíma með Manchester United. Þó ekki undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra félagsins, Erik ten Hag. Vísir/Samsett mynd Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. „Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“ Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
„Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti