Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:10 Baráttufólk hefur fagnað afstöðu páfa. AP/Andrew Medichini Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris. Hinsegin Páfagarður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris.
Hinsegin Páfagarður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“