Dauðadæmdur jökull sem hverfur á næstu tveimur áratugum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2023 19:20 Horft frá Torfajökli til suðvesturs í átt til Eyjafjallajökuls, til vinstri, og Tindfjallajökuls, til hægri. Vísir/RAX Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Torfajökull er einn af smájöklum Íslands. Hann er á sínum hæsta tindi um 1.200 metra hár og er þykkastur um 50 metra. Torfajökull er ein þriggja jökla á Íslandi sem er líklegastur til að hverfa næst. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, segir jökulinn einn þeirra jökla sem er svo flatur að hann nær ekki að safna í sig nóg til að duga honum yfir sumar. „Hann er á hverfanda hveli. Það bráðnar allur vetrarsnjórinn af honum og líka talsvert af gamla ísnum, á hverju ári. Og það endar með þeim ósköpum að jökullinn deyr. Og svo hverfur hann alveg. Fyrst deyr hann alveg þannig að hann hættir að skríða því hann þarf að vera 40 metra þykkur til hníga og þegar hann gerir það ekki koma í hann skorur sem ekki læknast eða gróa. Þá er úti um hann.“ Þegar röndótta yfirborðið hefur tekið yfir er jökullinn dauðadæmdur.Vísir/RAX Oddur segir árferði næstu áratuga skipta miklu máli þegar horft er til þess hversu hratt þetta mun gerast. Íslenskir jöklar breytist fyrst og fremst í samræmi við meðalhita sumars og úrkomu. „Úrkoman hefur ekkert breyst á þessari öld. Það er enginn breytileiki í henni að heitið getur. Breytileikinn í leysingunni vegna hitans hefur stokkið upp um tvöfalt eða þrefalt milli ára. En breytingin í úrkomunni hefur bara verið um tíu prósent. Mér kæmi á óvart ef hann yrði ekki úrskurðaður fallin frá innan tveggja til þriggja áratuga.“ Hann útskýrir að þegar jöklarnir bráðna léttist á landinu og það rísi. Sem dæmi í kringum Vatnajökul hafi landið risið um fimm sentímetra á ári, og nái jafnvel alveg að Höfn í Hornafirði þar sem land hefur risið um einn sentímetra vegna bráðnunar jökulsins. Oddur segist ætla að halda áfram að fylgjast með jöklunum eins lengi og hann lifir. Vísir/Arnar Oddur segir að á jöklinum megi augljóslega sjá nokkra sigkatla. Undir þeim sé jarðhiti sem bræðir stöðugt. Á honum megi einnig sjá strik, sem líkist árhringjum, sem þýðir að allur vetrarsnjór sé bráðnaður. „Þetta er þá gamli ísinn með gömlum lögum, eins og öskulögum, sem kemur upp um það að á þessum myndum er það aðeins efsti parturinn á honum sem er með vetrarsnjó á ennþá. Til þess að vera heilbrigður þarf jökullinn að vera með um það bil 60 til 70 prósent af yfirborði hvítum snjó, ekki þessum röndótta. Þegar röndótta yfirborðið hefur tekið yfir má segja að hann sé dauðadæmdur.“ Innan tveggja áratuga verður þessi ís allur horfinn. Vísir/RAX Í sumar var fjallað um möguleg eldgos við Torfajökul. Spurður hvort að slíkt myndi eyða jöklinum alveg segir Oddur í því tilliti skipta máli hvar nákvæmlega myndi gjósa. Eldstöðin sé kennd við jökulinn en að hún sé miklu stærri. „Það er alltaf einhver virkni í þessum megineldstöðum. Þær eru aldrei kyrrar. Það eru jarðskjálftar, jarðskorpuhreyfingar upp og niður og við skiljum það að vissu marki, en ekkert voðalega vel. Menn hafa getað mælt þessar breytingar ofsalega vel og þannig má alveg vara við einhverjum atburðum eins og á Reykjanesskaga að undanförnu.“ Ef það yrði beint undir myndi hann bráðna hratt en að ef það væri nálægt og ösku leggja yfir jökulinn myndi það vernda hann fyrir hitanum og sólskininu. Undir sigkötlum á jöklinum er hiti sem bræðir stöðugt. Vísir/RAX Hann segir að á jöklinum megi sem dæmi núna sjá eitt öskulag frá Heklugosinu 1845. „Allur ís sem er undir því lagi er frá því fyrir 1845 en fyrir ofan yngra. Það hjálpaði jöklinum á þessari stundu en hann þurfti ekki á því að halda því þá var kuldatímabil á Íslandi og hann vaxandi.“ Slæm öld fyrir jökla Hann segir jökulinn líklega hafa hopað um 100 metra á þessari öld. Hann sé aðeins um 1.200 metra hár á sínum hæsta punkti og hafi því ekkert svigrúm til að leita upp á við. Á sporði jökulsins má að sögn Odds sjá vel sprungur sem séu orðnar varanlegar. Jökullinn sé orðinn svo þunnur að hann hreyfist ekki lengur. Spurður hvort að hann sé næstur til að hverfa segist Oddur telja Hofsjökul á Lóni líklega verða á undan en þeir, og Þrándarjökul á Vestfjörðum, séu allir flatir og lágir og séu þeir þrír jöklar sem séu í mestri hættu að hverfa. „Þessi öld hefur verið verulega slæm fyrir jökla. Það hlýnaði svo mikið upp úr 1995 að það tók gífurlegan toll af öllum jöklum landsins,“ segir Oddur og að staða jöklanna sé ein skýrasta vísbending sem við höfum um hlýnun jarðarinnar. „Þetta er afleiðing af náttúruöflunum og gerðum okkar manna. Auðvitað er mér ekki sama að mennirnir séu farnir að stjórna loftslaginu þannig að gjörbreyti umhverfinu. Þetta er miklu alvarlegra fyrir lífríkið. Ástandið á jöklunum hér á Íslandi er mjög skýr vísbending um það sem er að gerast um alla veröld. Ein skýrasti vitnisburðurinn um þessa hlýnun.“ Erum við orðin of sein til að bjarga þessum jökli? „Já, það er alveg áreiðanlegt. Hann ferst og ég held að það séu jafnvel litlar líkur á því að bjarga nokkrum íslenskum jöklum. Þó við grípum til allra tiltækra ráðstafana á augabragði þá er svo mikil tregða í þessum loftslagskerfum að þau halda áfram sínu striki í marga áratugi, jafnvel aldir, eftir að búið er að stoppa það sem veldur þessum áhrifum,“ segir Oddur og að hann telji líklegt að allir íslenskir jöklar fari á næstu tveimur öldum. „Það verða einhverjar jöklar á hæstu tindum eins og Öræfajökli, Bárðarbungu, Kverkfjöllum og Hofsjökli kannski. Og þá verður ekkert nema myndir eins og þessar sem RAX hefur tekið.“ Útrýmingartímabil af mannavöldum Oddur segir ekki verið að grípa til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir þessa þróun. Spurður hvað sé hægt að gera segir hann að mikilvægast sé að hætta sóun. „Ekki uppfylla allar kröfur manna og óskir um orku og hitt og þetta. Það er ekki nauðsynlegt. Það er engin leið að uppfylla allar óskir manna um orku. Þær verða alltaf meiri og meiri og ef við eltumst við það þá bara eyðileggjum við umhverfið ofan á allt annað.“ Hann segir að nú séum við inn á svokölluðu útrýmingartímabili sem hafi komið fjórum eða fimm sinnum fyrr í jarðsögunni. „Aðallega þegar stórar stjörnur hafa lent á jörðinni og valdið kjarnorkuvetri. En núna eru mennirnir að útrýma lífverum að minnsta kosti eins hratt eða hraðar eins og í þessum stórkostlegu atburðum eins og þegar lofsteinninn rakst á Yucatan-skagann í Mexíkó fyrir 65 milljónum ára. Það gerist kannski á 100 milljóna ára fresti og það er ekki á það bætandi að mannkynið fari að búa til eitt enn.“ Oddur segist ætla að halda áfram að fylgjast með jöklum þangað til hann getur það ekki lengur. „Meðan mér eldist aldur. Hann lifir lengur en ég. Ég get nokkurn veginn fullyrt það.“ Loftslagsmál Náttúruhamfarir Veður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16. ágúst 2023 21:58 „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. 16. ágúst 2023 12:20 Óhugnanleg fegurð stærstu eldstöðvar Íslands Jörð hefur skolfið á Torfajökulssvæðinu, norðan við Mýrdalsjökul, undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það háalvarlegt ef gos hæfist á þessum stað því Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos. 3. ágúst 2023 23:09 Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Torfajökull er einn af smájöklum Íslands. Hann er á sínum hæsta tindi um 1.200 metra hár og er þykkastur um 50 metra. Torfajökull er ein þriggja jökla á Íslandi sem er líklegastur til að hverfa næst. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, segir jökulinn einn þeirra jökla sem er svo flatur að hann nær ekki að safna í sig nóg til að duga honum yfir sumar. „Hann er á hverfanda hveli. Það bráðnar allur vetrarsnjórinn af honum og líka talsvert af gamla ísnum, á hverju ári. Og það endar með þeim ósköpum að jökullinn deyr. Og svo hverfur hann alveg. Fyrst deyr hann alveg þannig að hann hættir að skríða því hann þarf að vera 40 metra þykkur til hníga og þegar hann gerir það ekki koma í hann skorur sem ekki læknast eða gróa. Þá er úti um hann.“ Þegar röndótta yfirborðið hefur tekið yfir er jökullinn dauðadæmdur.Vísir/RAX Oddur segir árferði næstu áratuga skipta miklu máli þegar horft er til þess hversu hratt þetta mun gerast. Íslenskir jöklar breytist fyrst og fremst í samræmi við meðalhita sumars og úrkomu. „Úrkoman hefur ekkert breyst á þessari öld. Það er enginn breytileiki í henni að heitið getur. Breytileikinn í leysingunni vegna hitans hefur stokkið upp um tvöfalt eða þrefalt milli ára. En breytingin í úrkomunni hefur bara verið um tíu prósent. Mér kæmi á óvart ef hann yrði ekki úrskurðaður fallin frá innan tveggja til þriggja áratuga.“ Hann útskýrir að þegar jöklarnir bráðna léttist á landinu og það rísi. Sem dæmi í kringum Vatnajökul hafi landið risið um fimm sentímetra á ári, og nái jafnvel alveg að Höfn í Hornafirði þar sem land hefur risið um einn sentímetra vegna bráðnunar jökulsins. Oddur segist ætla að halda áfram að fylgjast með jöklunum eins lengi og hann lifir. Vísir/Arnar Oddur segir að á jöklinum megi augljóslega sjá nokkra sigkatla. Undir þeim sé jarðhiti sem bræðir stöðugt. Á honum megi einnig sjá strik, sem líkist árhringjum, sem þýðir að allur vetrarsnjór sé bráðnaður. „Þetta er þá gamli ísinn með gömlum lögum, eins og öskulögum, sem kemur upp um það að á þessum myndum er það aðeins efsti parturinn á honum sem er með vetrarsnjó á ennþá. Til þess að vera heilbrigður þarf jökullinn að vera með um það bil 60 til 70 prósent af yfirborði hvítum snjó, ekki þessum röndótta. Þegar röndótta yfirborðið hefur tekið yfir má segja að hann sé dauðadæmdur.“ Innan tveggja áratuga verður þessi ís allur horfinn. Vísir/RAX Í sumar var fjallað um möguleg eldgos við Torfajökul. Spurður hvort að slíkt myndi eyða jöklinum alveg segir Oddur í því tilliti skipta máli hvar nákvæmlega myndi gjósa. Eldstöðin sé kennd við jökulinn en að hún sé miklu stærri. „Það er alltaf einhver virkni í þessum megineldstöðum. Þær eru aldrei kyrrar. Það eru jarðskjálftar, jarðskorpuhreyfingar upp og niður og við skiljum það að vissu marki, en ekkert voðalega vel. Menn hafa getað mælt þessar breytingar ofsalega vel og þannig má alveg vara við einhverjum atburðum eins og á Reykjanesskaga að undanförnu.“ Ef það yrði beint undir myndi hann bráðna hratt en að ef það væri nálægt og ösku leggja yfir jökulinn myndi það vernda hann fyrir hitanum og sólskininu. Undir sigkötlum á jöklinum er hiti sem bræðir stöðugt. Vísir/RAX Hann segir að á jöklinum megi sem dæmi núna sjá eitt öskulag frá Heklugosinu 1845. „Allur ís sem er undir því lagi er frá því fyrir 1845 en fyrir ofan yngra. Það hjálpaði jöklinum á þessari stundu en hann þurfti ekki á því að halda því þá var kuldatímabil á Íslandi og hann vaxandi.“ Slæm öld fyrir jökla Hann segir jökulinn líklega hafa hopað um 100 metra á þessari öld. Hann sé aðeins um 1.200 metra hár á sínum hæsta punkti og hafi því ekkert svigrúm til að leita upp á við. Á sporði jökulsins má að sögn Odds sjá vel sprungur sem séu orðnar varanlegar. Jökullinn sé orðinn svo þunnur að hann hreyfist ekki lengur. Spurður hvort að hann sé næstur til að hverfa segist Oddur telja Hofsjökul á Lóni líklega verða á undan en þeir, og Þrándarjökul á Vestfjörðum, séu allir flatir og lágir og séu þeir þrír jöklar sem séu í mestri hættu að hverfa. „Þessi öld hefur verið verulega slæm fyrir jökla. Það hlýnaði svo mikið upp úr 1995 að það tók gífurlegan toll af öllum jöklum landsins,“ segir Oddur og að staða jöklanna sé ein skýrasta vísbending sem við höfum um hlýnun jarðarinnar. „Þetta er afleiðing af náttúruöflunum og gerðum okkar manna. Auðvitað er mér ekki sama að mennirnir séu farnir að stjórna loftslaginu þannig að gjörbreyti umhverfinu. Þetta er miklu alvarlegra fyrir lífríkið. Ástandið á jöklunum hér á Íslandi er mjög skýr vísbending um það sem er að gerast um alla veröld. Ein skýrasti vitnisburðurinn um þessa hlýnun.“ Erum við orðin of sein til að bjarga þessum jökli? „Já, það er alveg áreiðanlegt. Hann ferst og ég held að það séu jafnvel litlar líkur á því að bjarga nokkrum íslenskum jöklum. Þó við grípum til allra tiltækra ráðstafana á augabragði þá er svo mikil tregða í þessum loftslagskerfum að þau halda áfram sínu striki í marga áratugi, jafnvel aldir, eftir að búið er að stoppa það sem veldur þessum áhrifum,“ segir Oddur og að hann telji líklegt að allir íslenskir jöklar fari á næstu tveimur öldum. „Það verða einhverjar jöklar á hæstu tindum eins og Öræfajökli, Bárðarbungu, Kverkfjöllum og Hofsjökli kannski. Og þá verður ekkert nema myndir eins og þessar sem RAX hefur tekið.“ Útrýmingartímabil af mannavöldum Oddur segir ekki verið að grípa til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir þessa þróun. Spurður hvað sé hægt að gera segir hann að mikilvægast sé að hætta sóun. „Ekki uppfylla allar kröfur manna og óskir um orku og hitt og þetta. Það er ekki nauðsynlegt. Það er engin leið að uppfylla allar óskir manna um orku. Þær verða alltaf meiri og meiri og ef við eltumst við það þá bara eyðileggjum við umhverfið ofan á allt annað.“ Hann segir að nú séum við inn á svokölluðu útrýmingartímabili sem hafi komið fjórum eða fimm sinnum fyrr í jarðsögunni. „Aðallega þegar stórar stjörnur hafa lent á jörðinni og valdið kjarnorkuvetri. En núna eru mennirnir að útrýma lífverum að minnsta kosti eins hratt eða hraðar eins og í þessum stórkostlegu atburðum eins og þegar lofsteinninn rakst á Yucatan-skagann í Mexíkó fyrir 65 milljónum ára. Það gerist kannski á 100 milljóna ára fresti og það er ekki á það bætandi að mannkynið fari að búa til eitt enn.“ Oddur segist ætla að halda áfram að fylgjast með jöklum þangað til hann getur það ekki lengur. „Meðan mér eldist aldur. Hann lifir lengur en ég. Ég get nokkurn veginn fullyrt það.“
Loftslagsmál Náttúruhamfarir Veður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16. ágúst 2023 21:58 „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. 16. ágúst 2023 12:20 Óhugnanleg fegurð stærstu eldstöðvar Íslands Jörð hefur skolfið á Torfajökulssvæðinu, norðan við Mýrdalsjökul, undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það háalvarlegt ef gos hæfist á þessum stað því Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos. 3. ágúst 2023 23:09 Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16. ágúst 2023 21:58
„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. 16. ágúst 2023 12:20
Óhugnanleg fegurð stærstu eldstöðvar Íslands Jörð hefur skolfið á Torfajökulssvæðinu, norðan við Mýrdalsjökul, undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það háalvarlegt ef gos hæfist á þessum stað því Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos. 3. ágúst 2023 23:09
Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30