Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 17:54 Stilla úr Kvikmyndinni Mannverur. RIFF Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. Meðal þeirra kvikmynda sem frumsýndar verða á morgun er heimildarmyndin Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, sem fjallar um kvennafrídaginn í október 1975. Að henni lokinni verður heimildarmyndin Tógólísa eftir Öldu Lóu Leifsdóttur, sem fjallar um sumarbúðir í Tógó í anda stelpur rokka, frumsýnd. Þá verður kvikmyndin Mannverur, í leikstjórn Gústavs Geirs Bollasonar frumsýnd. Myndin er blanda af heimildarmynd, framúrstefnu og og skáldskap og fjallar um yfirgefna byggingu á norðurströnd Íslands. Auk heimildarmynda verða allnokkrar stuttmyndir sýndar og í kjölfarið verða veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Ein þeirra mynda er stuttmyndin Sorgarstig, undir leikstjórn Harðar Freys Brynjólfssonar, en á þriðjudag verða haldnir tónleikar í tengslum við myndina þar sem Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson og Þorleifur Gaukur, munnhörpuleikari Kaleo, leika listir sínar. Aðrar stuttmyndir sem sýndar verða eru til að mynda Moon Pie Vanilla eftir Erlend Sveinsson, Frumeðli eftir leikkonuna Brynju Valdísi Gísladóttur og Strandglöp eftir Odd S. Hilmarsson. Reykjavík International Film Festival stendur yfir til sunnudagsins 8. október. Dagskrána í heild sinni má nálgast á vefsíðu RIFF. RIFF Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Örn Árnason hlaut fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Erni Árnasyni, leikara, fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar, sér í lagi á sviði kvikmynda og talsetninga. 27. september 2023 15:52 „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. 19. september 2023 20:50 Háskólabíó verður aðalbíóhús RIFF Háskólabíó verður aðalbíóhús kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem fram fer í haust. Bíóhúsið verður skreytt að innan í samstarfi við Góða Hirðirinn. 5. júlí 2023 19:23 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Meðal þeirra kvikmynda sem frumsýndar verða á morgun er heimildarmyndin Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, sem fjallar um kvennafrídaginn í október 1975. Að henni lokinni verður heimildarmyndin Tógólísa eftir Öldu Lóu Leifsdóttur, sem fjallar um sumarbúðir í Tógó í anda stelpur rokka, frumsýnd. Þá verður kvikmyndin Mannverur, í leikstjórn Gústavs Geirs Bollasonar frumsýnd. Myndin er blanda af heimildarmynd, framúrstefnu og og skáldskap og fjallar um yfirgefna byggingu á norðurströnd Íslands. Auk heimildarmynda verða allnokkrar stuttmyndir sýndar og í kjölfarið verða veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Ein þeirra mynda er stuttmyndin Sorgarstig, undir leikstjórn Harðar Freys Brynjólfssonar, en á þriðjudag verða haldnir tónleikar í tengslum við myndina þar sem Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson og Þorleifur Gaukur, munnhörpuleikari Kaleo, leika listir sínar. Aðrar stuttmyndir sem sýndar verða eru til að mynda Moon Pie Vanilla eftir Erlend Sveinsson, Frumeðli eftir leikkonuna Brynju Valdísi Gísladóttur og Strandglöp eftir Odd S. Hilmarsson. Reykjavík International Film Festival stendur yfir til sunnudagsins 8. október. Dagskrána í heild sinni má nálgast á vefsíðu RIFF.
RIFF Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Örn Árnason hlaut fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Erni Árnasyni, leikara, fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar, sér í lagi á sviði kvikmynda og talsetninga. 27. september 2023 15:52 „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. 19. september 2023 20:50 Háskólabíó verður aðalbíóhús RIFF Háskólabíó verður aðalbíóhús kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem fram fer í haust. Bíóhúsið verður skreytt að innan í samstarfi við Góða Hirðirinn. 5. júlí 2023 19:23 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Örn Árnason hlaut fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Erni Árnasyni, leikara, fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar, sér í lagi á sviði kvikmynda og talsetninga. 27. september 2023 15:52
„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. 19. september 2023 20:50
Háskólabíó verður aðalbíóhús RIFF Háskólabíó verður aðalbíóhús kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem fram fer í haust. Bíóhúsið verður skreytt að innan í samstarfi við Góða Hirðirinn. 5. júlí 2023 19:23