Orðsendingar milli dómara. Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 29. september 2023 15:30 Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafnvel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orðsendingar beinlínis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábendingum um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það staðfest með viðtölum við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri. Í fyrsta sinn sá ég þetta á skjali sem rithandarsérfræðingurinn hafði fengið sent. Um var að ræða tölvupóst til dómarans frá erlendum lögmanni hins aðila málsins þar sem hann fullyrðir að forráðamenn þess hafi verið viðstaddir svokallaðar undirritanir mínar. Reyndar voru í þessu plaggi beinlínis rangfærslur þar sem einungis tvær undirritanir gátu hafa verið ritaðar á þeim tíma sem þær áttu að hafa átt sér stað vegna þess að hin skjölin voru ekki til fyrr en síðar. Þar fyrir utan voru undirritanirnar ekki mínar eins og síðar kom í ljós. Ég hafði samband við rithandarsérfræðinginn og spurði hann hvernig og frá hverjum hann hefði fengið þetta skjal. Hann svaraði því til að dómarinn hefði sent sér hann í tölvupósti. Í annað skiptið sem þessi hegðan dómara virtist gerast var þegar ég reyndi allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég hefði ekki ritað umræddar undirskriftir og vildi að leitað væri til annarra sérfræðinga á öðrum forsendum. Eftir höfnun í undirrétti áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Úrskurður héraðsdómara var auðvitað sendur Hæstarétti (Þetta gerðist áður en Landsréttur var stofnaður). Eftirfarandi staðhæfingar dómarans í honum vakti sérstaka athygli mína. Mér fannst hún einmitt ætluð Hæstarétti færi málið þangað. Hún var eitthvað á þessa leið: Í fyrsta lagi: Af gögnum málsins mætti ráða að ósætti hefði komið upp milli mín og hins eigenda fyrirtækisins. Ég veit reyndar ekki hvaða gögn dómarinn er að vísa í. Að minnsta kosti hafa þau ekki borið fyrir mín augu. Auk þess er þetta rangt. Dómsmálið kom ekki til vegna einhvers ósættis milli okkar heldur einfaldlega vegna ógreiddra reikninga. Í öðru lagi: Fyrir lægi yfirlýsing félaga míns í fyrirtækinu um að hann hefði ekki veitt félaginu ákveðna heimild enda fæli það í sér tvígreiðslu af hálfu hins aðilans í málinu. Hann væri samt helmingseigandi að fyrirtæki okkar og hefði verið framkvæmdastjóri þess á þessum tíma. Minna skýringa á málinu var ekki getið frekar en þær væru ekki til. Meðal annars var hin svokallaða tvígreiðsla út í hött. Þessar fullyrðingar dómara fannst mér afar furðulegar. Þær komu úrskurðinum, hvort leita mætti til fleiri sérfræðinga varðandi undirritanir, nákvæmlega ekkert við. Mér fannst að þeim væri beint til Hæstaréttar sem sérstökum upplýsingum til þess að hafa áhrif á úrskurð hans sem reyndar kallast dómur. Í hitt skiptið sem mér virtist upplýsingar vera sendar frá einu dómstigi til annars birtist í dómi Hæstaréttar. Hann staðfesti að öllu leyti dóm héraðsdóms en bætti við fáeinum atriðum sem greinilega áttu að styrkja hann.Meðal þeirra var að fyrirtæki okkar hefði fengið um 8 milljónum króna of háa upphæð frá hinum aðila málsins. Þessi ásökun hafði mér vitandi hvergi komið fram í gögnum málsins hjá Hæstarétti og örugglega ekki í málflutningi fyrir honum. Hún hafði komið fram í málflutningi fyrir héraðsdómi og var önnur af tveimur röksemdum hins aðilans í málinu sem héraðsdómarinn hafði ekki sett fram í forsendum fyrir dómnum. Hann hafði samt þrætt sig í gegnum allar aðrar röksemdir hans (en sleppt mínum eins og þær væru ekki til). Þess vegna hélt ég að það væri þar með komið út úr málinu og einbeitti mér að því að gagnrýna þau atriði sem komu fram í dómnum sjálfum. Eftir því sem ég best get séð hefur héraðsdómarinn bent dómurum í Hæstarétti á hana annaðhvort munnlega eða í tölvupósti. Ég var ekki í hæstarétti spurður út í eitt né neitt í þessu sambandi. Skýringin var einföld. Af ofangreindum átta milljónum hafði mér verið greiddar fimm milljónir samkvæmt samningi en afgangurinn þrjár milljónir virtust hafa horfið í vasa félaga míns. Spyrja má. Getur það verið að það kveði að því að dómarar gefi sérfræðingum sem taka að sér að greina ákveðinn hluta máls fyrir dómi og dómurum á efri dómstigum ábendingar um hver sé sekur og hver ekki að hans mati og hvernig megi gera dóma áhrifameiri? Svar mitt er að það séu jú til sterkar vísbendingar um að einhverjir þeirra að minnsta kosti hafi gert það.Enn má spyrja. Er þetta eðlilegt og í samræmi við lög? Ég held að það geti bara ekki verið! Dæmi hver fyrir sig! Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafnvel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orðsendingar beinlínis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábendingum um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það staðfest með viðtölum við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri. Í fyrsta sinn sá ég þetta á skjali sem rithandarsérfræðingurinn hafði fengið sent. Um var að ræða tölvupóst til dómarans frá erlendum lögmanni hins aðila málsins þar sem hann fullyrðir að forráðamenn þess hafi verið viðstaddir svokallaðar undirritanir mínar. Reyndar voru í þessu plaggi beinlínis rangfærslur þar sem einungis tvær undirritanir gátu hafa verið ritaðar á þeim tíma sem þær áttu að hafa átt sér stað vegna þess að hin skjölin voru ekki til fyrr en síðar. Þar fyrir utan voru undirritanirnar ekki mínar eins og síðar kom í ljós. Ég hafði samband við rithandarsérfræðinginn og spurði hann hvernig og frá hverjum hann hefði fengið þetta skjal. Hann svaraði því til að dómarinn hefði sent sér hann í tölvupósti. Í annað skiptið sem þessi hegðan dómara virtist gerast var þegar ég reyndi allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég hefði ekki ritað umræddar undirskriftir og vildi að leitað væri til annarra sérfræðinga á öðrum forsendum. Eftir höfnun í undirrétti áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Úrskurður héraðsdómara var auðvitað sendur Hæstarétti (Þetta gerðist áður en Landsréttur var stofnaður). Eftirfarandi staðhæfingar dómarans í honum vakti sérstaka athygli mína. Mér fannst hún einmitt ætluð Hæstarétti færi málið þangað. Hún var eitthvað á þessa leið: Í fyrsta lagi: Af gögnum málsins mætti ráða að ósætti hefði komið upp milli mín og hins eigenda fyrirtækisins. Ég veit reyndar ekki hvaða gögn dómarinn er að vísa í. Að minnsta kosti hafa þau ekki borið fyrir mín augu. Auk þess er þetta rangt. Dómsmálið kom ekki til vegna einhvers ósættis milli okkar heldur einfaldlega vegna ógreiddra reikninga. Í öðru lagi: Fyrir lægi yfirlýsing félaga míns í fyrirtækinu um að hann hefði ekki veitt félaginu ákveðna heimild enda fæli það í sér tvígreiðslu af hálfu hins aðilans í málinu. Hann væri samt helmingseigandi að fyrirtæki okkar og hefði verið framkvæmdastjóri þess á þessum tíma. Minna skýringa á málinu var ekki getið frekar en þær væru ekki til. Meðal annars var hin svokallaða tvígreiðsla út í hött. Þessar fullyrðingar dómara fannst mér afar furðulegar. Þær komu úrskurðinum, hvort leita mætti til fleiri sérfræðinga varðandi undirritanir, nákvæmlega ekkert við. Mér fannst að þeim væri beint til Hæstaréttar sem sérstökum upplýsingum til þess að hafa áhrif á úrskurð hans sem reyndar kallast dómur. Í hitt skiptið sem mér virtist upplýsingar vera sendar frá einu dómstigi til annars birtist í dómi Hæstaréttar. Hann staðfesti að öllu leyti dóm héraðsdóms en bætti við fáeinum atriðum sem greinilega áttu að styrkja hann.Meðal þeirra var að fyrirtæki okkar hefði fengið um 8 milljónum króna of háa upphæð frá hinum aðila málsins. Þessi ásökun hafði mér vitandi hvergi komið fram í gögnum málsins hjá Hæstarétti og örugglega ekki í málflutningi fyrir honum. Hún hafði komið fram í málflutningi fyrir héraðsdómi og var önnur af tveimur röksemdum hins aðilans í málinu sem héraðsdómarinn hafði ekki sett fram í forsendum fyrir dómnum. Hann hafði samt þrætt sig í gegnum allar aðrar röksemdir hans (en sleppt mínum eins og þær væru ekki til). Þess vegna hélt ég að það væri þar með komið út úr málinu og einbeitti mér að því að gagnrýna þau atriði sem komu fram í dómnum sjálfum. Eftir því sem ég best get séð hefur héraðsdómarinn bent dómurum í Hæstarétti á hana annaðhvort munnlega eða í tölvupósti. Ég var ekki í hæstarétti spurður út í eitt né neitt í þessu sambandi. Skýringin var einföld. Af ofangreindum átta milljónum hafði mér verið greiddar fimm milljónir samkvæmt samningi en afgangurinn þrjár milljónir virtust hafa horfið í vasa félaga míns. Spyrja má. Getur það verið að það kveði að því að dómarar gefi sérfræðingum sem taka að sér að greina ákveðinn hluta máls fyrir dómi og dómurum á efri dómstigum ábendingar um hver sé sekur og hver ekki að hans mati og hvernig megi gera dóma áhrifameiri? Svar mitt er að það séu jú til sterkar vísbendingar um að einhverjir þeirra að minnsta kosti hafi gert það.Enn má spyrja. Er þetta eðlilegt og í samræmi við lög? Ég held að það geti bara ekki verið! Dæmi hver fyrir sig! Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun