Neuer byrjaður að æfa á ný Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 11:31 Manuel Neuer var myndaður á sinni fyrstu æfingu eftir fótbrot Manuel Neuer er mættur aftur til æfinga hjá Bayern Munchen eftir að hafa fótbrotnað í skíðaslysi fyrir tæpu ári síðan. Tomas Tuchel, þjálfari liðsins, segir þetta frábærar fréttir en þó sé enn bið í að markvörðurinn mæti aftur á völlinn. Maneul Neuer skellti sér á skíði eftir vonbrigði þýska landsliðsins á HM í Katar 2022. Þar fótbrotnaði hann og hefur ekki getað æft fótbolta, allt þar til í gær þegar hann mætti á æfingu með félagsliði sínu. Neuer gekkst undir skurðaðgerð í byrjun ágúst þar sem málmplata var fjarlægð úr fæti hans. Hann tók svo þátt í sinni fyrstu liðsæfingu í gær og gleðin var mikil ef marka má samfélagsmiðla liðsins. Schön, dich wieder mit dem Team zu sehen, @Manuel_Neuer! 🥰 #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/Th4ZeNqUsd— FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2023 Neuer er fyrirliði bæði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, endurkomu hans er því beðið með mikilli eftirvæntingu. Það reiddust margir fyrirliðanum að hafa komið sér í þessar aðstæður á skíðunum og skapa hættu á meiðslum. Á sama tíma og þetta gerðist alls var Neuer sömuleiðis í stríði við Bayern og gagnrýndi félagið harðlega fyrir að reka markmannsþjálfarann sinn. Margir vildu losna við Neuer en það virðist búið að grafa þær stíðsaxir og félagið bíður nú spennt eftir endurkomu fyrirliðans. Christopher Freund, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, sagði á þriðjudag að það væri bara spurning um „nokkra daga“ þangað til leikmaðurinn sneri aftur á völlinn. En þjálfari liðsins, Tomas Tuchel, fer aðeins varkærar í hlutina og segir þurfa að sýna þolinmæði. Leikmaðurinn hafi bara tekið þátt í hluta af æfingunni í gær og þeir þurfi að bíða, að minnsta kosti, þangað til hann getur tekið fullan þátt áður en hann spilar aftur með liðinu. 🎙 #Tuchel zum Auftakt über das gestrige Neuer-Comeback im Teamtraining: "Es sind sehr gute Nachrichten. Er hat Teile des Trainings mitgemacht. Es ist ein weiterer Schritt. Wenn er mal voll im Training ist, kann es schnell gehen, aber davon ist er noch etwas entfernt."#FCBayern pic.twitter.com/01fBv7uCVU— FC Bayern München (@FCBayern) September 29, 2023 Bayern Munchen leikur mikilvægan leik við RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Leipzig liðið er stigi á eftir Bayern, sem situr í efsta sæti deildarinnar. Þýski boltinn Tengdar fréttir Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. 6. júlí 2023 22:27 Neuer fótbrotnaði á skíðum og verður ekki meira með á leiktíðinni Segja má að Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins í fótbolta og Bayern München hafi farið úr öskunni í eldinn. Hann verður ekki meira með á leiktíðinni þar sem honum tókst að fótbrotna á skíðum eftir að Þýskaland komst ekki upp úr riðli sínum á HM. 10. desember 2022 12:06 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Maneul Neuer skellti sér á skíði eftir vonbrigði þýska landsliðsins á HM í Katar 2022. Þar fótbrotnaði hann og hefur ekki getað æft fótbolta, allt þar til í gær þegar hann mætti á æfingu með félagsliði sínu. Neuer gekkst undir skurðaðgerð í byrjun ágúst þar sem málmplata var fjarlægð úr fæti hans. Hann tók svo þátt í sinni fyrstu liðsæfingu í gær og gleðin var mikil ef marka má samfélagsmiðla liðsins. Schön, dich wieder mit dem Team zu sehen, @Manuel_Neuer! 🥰 #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/Th4ZeNqUsd— FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2023 Neuer er fyrirliði bæði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, endurkomu hans er því beðið með mikilli eftirvæntingu. Það reiddust margir fyrirliðanum að hafa komið sér í þessar aðstæður á skíðunum og skapa hættu á meiðslum. Á sama tíma og þetta gerðist alls var Neuer sömuleiðis í stríði við Bayern og gagnrýndi félagið harðlega fyrir að reka markmannsþjálfarann sinn. Margir vildu losna við Neuer en það virðist búið að grafa þær stíðsaxir og félagið bíður nú spennt eftir endurkomu fyrirliðans. Christopher Freund, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, sagði á þriðjudag að það væri bara spurning um „nokkra daga“ þangað til leikmaðurinn sneri aftur á völlinn. En þjálfari liðsins, Tomas Tuchel, fer aðeins varkærar í hlutina og segir þurfa að sýna þolinmæði. Leikmaðurinn hafi bara tekið þátt í hluta af æfingunni í gær og þeir þurfi að bíða, að minnsta kosti, þangað til hann getur tekið fullan þátt áður en hann spilar aftur með liðinu. 🎙 #Tuchel zum Auftakt über das gestrige Neuer-Comeback im Teamtraining: "Es sind sehr gute Nachrichten. Er hat Teile des Trainings mitgemacht. Es ist ein weiterer Schritt. Wenn er mal voll im Training ist, kann es schnell gehen, aber davon ist er noch etwas entfernt."#FCBayern pic.twitter.com/01fBv7uCVU— FC Bayern München (@FCBayern) September 29, 2023 Bayern Munchen leikur mikilvægan leik við RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Leipzig liðið er stigi á eftir Bayern, sem situr í efsta sæti deildarinnar.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. 6. júlí 2023 22:27 Neuer fótbrotnaði á skíðum og verður ekki meira með á leiktíðinni Segja má að Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins í fótbolta og Bayern München hafi farið úr öskunni í eldinn. Hann verður ekki meira með á leiktíðinni þar sem honum tókst að fótbrotna á skíðum eftir að Þýskaland komst ekki upp úr riðli sínum á HM. 10. desember 2022 12:06 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. 6. júlí 2023 22:27
Neuer fótbrotnaði á skíðum og verður ekki meira með á leiktíðinni Segja má að Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins í fótbolta og Bayern München hafi farið úr öskunni í eldinn. Hann verður ekki meira með á leiktíðinni þar sem honum tókst að fótbrotna á skíðum eftir að Þýskaland komst ekki upp úr riðli sínum á HM. 10. desember 2022 12:06