Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 16:46 Leifur Þór Leifsson er fyrirliði HK-liðsins. Vísir/Hulda Margrét HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira