Ásthildur kallar eftir naflaskoðun en segir að þetta sé ekki leikmönnunum að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:30 Íslensku stelpurnar áttu erfitt uppdráttar í leiknum á móti Þýskalandi og voru algjörlega ráðalaust í þá fáu skipti sem þær náðu í boltann. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta náði í þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en frammistaða liðsins var ekki góð. Liðið marði sigur á heimavelli á móti lélegasta liði riðilsins og steinlá síðan á móti Þjóðverjum þar sem liðið gerði ekkert sóknarlega. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við landsliðsgoðsögnina Ásthildi Helgadóttur um stöðuna á íslenska kvennalandsliðinu í dag. Ásthildur hefur miklar áhyggjur af stöðu landsliðsins en hún hefur líka haft það í mörg ár. Talaði um þetta fyrir fjórum árum Getty/GERRIT VAN COLOGNE „Þessi gluggi eru vonbrigði. Það verður að segjast eins og er. Leikurinn á móti Wales var ekki góður en við náum samt að vinna þann leik. Þessi leikur í gær (fyrrakvöld) var mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í naflaskoðun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Ég byrjaði að segja það fyrir fjórum árum að við værum að dragast aftur úr og það hefur gerst meira og meir. Við þurfum að gera eitthvað í okkar málum,“ sagði Ásthildur. Hefur engin þróun verið síðan 2019? Aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur „Ekki nóg. Það eru aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur og það hefur verið að gerast undanfarin ár. Við höfum ekki rætt það og viljað gera neitt í því, hvað sem veldur. Það er gott að við ræðum þetta því það er mikið rætt núna að við erum að dragast aftur úr. Ekki seinna vænna að fara gera eitthvað í því,“ sagði Ásthildur. Ísland á samt leikmenn sem eru að spila á hæsta stigi í Evrópu. Hverjum er um að kenna? Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.Vísir/Vilhelm Ekkert sem einkennir liðið okkar í dag „Ég vil meina að það sé ekki leikmönnunum að kenna. Við erum með leikmenn sem eru að spila víða út í heimi og marga mjög góða leikmenn. Glódís er mjög góður leikmaður og fleiri mjög efnilegir. Við erum að tapa návígjum. við getum ekki haldið bolta, sendingar, móttaka. Það er ekkert sem einkennir liðið okkar í dag,“ sagði Ásthildur. „Við vorum með einkenni, barátta og við unnum okkar návígi. Við vorum vel skipulagt lið, spiluðum góðan varnarleik. Þetta er ekki til staðar í dag. Við þurfum virkilega að fara í einhverja naflaskoðun að mínu mati,“ sagði Ásthildur. Þarf þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að taka einhverja ábyrgð þar? Glódís Perla Viggósdóttir.Getty/Gerrit van Cologne Sér hvorki leikplan né stefnu hjá þjálfaranum „Já, algjörlega. Maður sér ekki leikplanið og maður sér enga stefnu. Það er áhyggjuefni að við getum ekki haldið bolta. Þegar við töpum boltanum og þegar við vinnum boltann, það er mjög ábótavant í okkar leik,“ sagði Ásthildur. Þetta er eitthvað sem verður að koma frá þjálfaranum, leikskipulag og plan. Hvernig við ætlum að vinna boltann, hvar á vellinum, hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að sækja? Hvaða leiðir við ætlum að fara upp að marka andstæðinganna? Þetta er eitthvað sem þarf að leggja upp,“ sagði Ásthildur. 0,00 í XG Íslenska liðið var með 0,0 í XG á móti Þjóðverjum og náði ekki einu skoti að marki þýska liðsins. Það bjuggust kannski ekki margir við að íslenska liðið myndi sækja sigur til Þýskalands en liðið fær algjöra falleinkunn fyrir sóknarleik sinn í leiknum. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Við Íslendingar höfum alltaf farið inn í leiki með það hugarfar að vinna, vitandi það að það koma möguleikar. Það koma tækifæri en það þarf auðvitað að búa þau til með leikskipulagi og plani. Auðvitað er þetta fátítt að fá ekki neitt tækifæri í heilum knattspyrnuleik,“ sagði Ásthildur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ásthildur kallar eftir naflaskoðun hjá kvennalandsliðinu Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við landsliðsgoðsögnina Ásthildi Helgadóttur um stöðuna á íslenska kvennalandsliðinu í dag. Ásthildur hefur miklar áhyggjur af stöðu landsliðsins en hún hefur líka haft það í mörg ár. Talaði um þetta fyrir fjórum árum Getty/GERRIT VAN COLOGNE „Þessi gluggi eru vonbrigði. Það verður að segjast eins og er. Leikurinn á móti Wales var ekki góður en við náum samt að vinna þann leik. Þessi leikur í gær (fyrrakvöld) var mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í naflaskoðun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Ég byrjaði að segja það fyrir fjórum árum að við værum að dragast aftur úr og það hefur gerst meira og meir. Við þurfum að gera eitthvað í okkar málum,“ sagði Ásthildur. Hefur engin þróun verið síðan 2019? Aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur „Ekki nóg. Það eru aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur og það hefur verið að gerast undanfarin ár. Við höfum ekki rætt það og viljað gera neitt í því, hvað sem veldur. Það er gott að við ræðum þetta því það er mikið rætt núna að við erum að dragast aftur úr. Ekki seinna vænna að fara gera eitthvað í því,“ sagði Ásthildur. Ísland á samt leikmenn sem eru að spila á hæsta stigi í Evrópu. Hverjum er um að kenna? Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.Vísir/Vilhelm Ekkert sem einkennir liðið okkar í dag „Ég vil meina að það sé ekki leikmönnunum að kenna. Við erum með leikmenn sem eru að spila víða út í heimi og marga mjög góða leikmenn. Glódís er mjög góður leikmaður og fleiri mjög efnilegir. Við erum að tapa návígjum. við getum ekki haldið bolta, sendingar, móttaka. Það er ekkert sem einkennir liðið okkar í dag,“ sagði Ásthildur. „Við vorum með einkenni, barátta og við unnum okkar návígi. Við vorum vel skipulagt lið, spiluðum góðan varnarleik. Þetta er ekki til staðar í dag. Við þurfum virkilega að fara í einhverja naflaskoðun að mínu mati,“ sagði Ásthildur. Þarf þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að taka einhverja ábyrgð þar? Glódís Perla Viggósdóttir.Getty/Gerrit van Cologne Sér hvorki leikplan né stefnu hjá þjálfaranum „Já, algjörlega. Maður sér ekki leikplanið og maður sér enga stefnu. Það er áhyggjuefni að við getum ekki haldið bolta. Þegar við töpum boltanum og þegar við vinnum boltann, það er mjög ábótavant í okkar leik,“ sagði Ásthildur. Þetta er eitthvað sem verður að koma frá þjálfaranum, leikskipulag og plan. Hvernig við ætlum að vinna boltann, hvar á vellinum, hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að sækja? Hvaða leiðir við ætlum að fara upp að marka andstæðinganna? Þetta er eitthvað sem þarf að leggja upp,“ sagði Ásthildur. 0,00 í XG Íslenska liðið var með 0,0 í XG á móti Þjóðverjum og náði ekki einu skoti að marki þýska liðsins. Það bjuggust kannski ekki margir við að íslenska liðið myndi sækja sigur til Þýskalands en liðið fær algjöra falleinkunn fyrir sóknarleik sinn í leiknum. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Við Íslendingar höfum alltaf farið inn í leiki með það hugarfar að vinna, vitandi það að það koma möguleikar. Það koma tækifæri en það þarf auðvitað að búa þau til með leikskipulagi og plani. Auðvitað er þetta fátítt að fá ekki neitt tækifæri í heilum knattspyrnuleik,“ sagði Ásthildur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ásthildur kallar eftir naflaskoðun hjá kvennalandsliðinu
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira