Nýtt ofurlið í NBA-deildinni eftir Lillard skiptin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:00 Það verður ekki auðvelt að stoppa bæði Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo í vetur. Getty/Alika Jenner Damian Lillard er orðinn leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta eftir risaskipti milli þriggja félaga í gær. Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira