Goðsagnirnar mætast í fyrsta sinn sem mömmur í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 08:41 Það verðu gaman að sjá mömmurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Tiu-Clair Toomey-Orr eigast við aftur á keppnisgólfinu. @anniethorisdottir og @tiaclair1 Sexfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er búin að skipta aftur í keppnisgírinn í CrossFit og hefur boðað endurkomu sína í næsta mánuði. Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira