Ólátabelgirnir í Ajax birta „aftökulista“ stjórnarfólks hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 13:30 Blysum var ítrekað hent inn á Johan Cruijff leikvanginn þangað til á endanum að leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Getty/Angelo Blankespoor Í dag verður aftur reynt að klára leik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni en það þurfti að hætta leik um síðustu helgi vegna óláta áhorfenda. Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside) Hollenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside)
Hollenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira