Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2023 21:15 Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira