Breytum um kúrs Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2023 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun