„Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ við val styrkþega og afreksfólk sniðgengið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:00 Daníel Leó segir óheppilegan hagsmunaárekstur hafa komið upp við val á keppendum í verkefni, sem gerir þeim kleift að keppa á alþjóðlegum mótum sér að kostnaðarlausu. Vísir/AP Mikil ólga er innan júdósamfélagsins vegna nýlegs vals í verkefni, sem greiðir fyrir tvo keppendur að komast á alþjóðleg mót. Sonur gjaldkera Júdósambands Íslands er einn tveggja sem var valinn, þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra glímukappa sem eru efstir á stigalista. Þann 7. september síðastliðinn sendi stjórn Júdódeildar UMFS erindi til stjórnar Júdósambands Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna vals í landsliðsverkefni. Verkefnið er kostað af Alþjóðajúdósambandinu, IJF, og Júdósambandi Evrópu, EJU. Í erindinu óskar stjórn Júdódeildar UMFS eftir svörum um val sambandsins á keppendum á mót og keppnir undanfarið. Verkefnið er til þess falið að kosta ferðir glímukappanna tveggja á alþjóðleg stórmót sem gera þeim kleift að vinna sér inn punkta til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleika. Kjartan Hreiðarsson, hjá Júdófélagi Reykjavíkur, og Hrafn Arnarson, hjá Júdófélagi Suðurlands, voru valdir í verkefnið. „Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ „Það eru þarna ákveðin hagsmunatengsl inni í Júdósambandi Íslands, JSÍ, sem gera þetta val óheppilegt. Þannig er að núverandi gjaldkeri og fyrrverandi varaformaður JSÍ stofnaði nýverið júdófélag á Suðurlandi. Við það félag starfar erlendur þjálfari sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands,“ segir Daníel Leó Ólason, formaður Júdódeildar UMFS, í samtali við fréttastofu. „Það vill svo til að annar keppendanna sem er valinn er að æfa hjá framkvæmdastjóranum og er sonur gjaldkera JSÍ.“ Vísar Daníel þar til Arnars Freys Ólafssonar sem er gjaldkeri hjá Júdósambandi Íslands en sonur hans æfir hjá Júdófélagi Suðurlands. Þjálfari þess er George Buntakis sem er einnig framkvæmdastjóri JSÍ. Stjórn Júdódeildar UMFS sendi Júdósambandi Íslands nýverið erindi vegna vals í verkefni á vegum sambandsins. Verkefnið kostar keppnisferðir tveggja á alþjóðleg mót. Hvorugur þeirra sem var valinn er ofarlega á stigalista Júdósambandsins.Aðsend „Það gæti verið eðlilegt val nema það að í afreksstefnu JSÍ er talað um að velja eigi fyrst og fremst í A-landslið út frá punktastöðu á stigalista. Þessi strákur er ekki á þessum lista. Þeir sem eru efstir á listanum fengu engin boð um að fá styrki eða vera valdir í landsliðið þrátt fyrir að segi í stefnunni að velja eigi út frá stigalistanum fyrst, þolprófi og líkamlegu ástandi,“ segir Daníel. „Ekkert þolpróf hefur farið fram og í raun eru rök Júdósambandsins fyrir vali í landsliðið byggð á ástundun og áhuga keppenda. Þeir bera fyrir sig að þessir strákar hafi farið það mikið á mót erlendis undanfarið og það hafi sýnt áhuga þeirra og þess vegna verði þeir fyrir valinu.“ Segir skorta gagnsæi Fram kemur í svari JSÍ við fyrirspurn UMFS að strákarnir tveir, sem urðu fyrir valinu, „æfa meira en aðrir og hafa sýnt miklar framfarir“. „Þeir hafa farið í æfingabúðir á eigin kostnað og komið aftur reynslunni ríkari. Að mati landsliðsþjálfara eru þeir mjög einbeittir við þjálfun sína og taka æfingum af fullri alvöru,“ segir í svarinu. „Að auki hefur landsliðsþjálfari til hliðsjónar frammistöðu iðkenda á sameiginlegum Randori æfingum sem haldnar eru á föstudögum.“ Daníel segir furðulegt að byggja valið meðal annars á frammistöðu á æfingum glímukappa. „Annar þeirra er að æfa hjá framkvæmdastjóranum. Þeir vita ekkert um ástundun annarra félaga. Þessi rök finnst okkur ekki halda vatni,“ segir Daníel. „Það skortir gagnsæi þar sem hagsmunaárekstrarnir eru svona stórir og þeir tveir sem voru efstir á þessum stigalista eru ekki valdir. Hvorugur þeirra er með fulltrúa úr sínu félagi í stjórn JSÍ. Það eru Ármann og UMF Selfoss.“ Ekki hugað að kynjahlutfalli Þá skjóti skökku við að við valið hafi hvergi verið gætt að kynjahlutfalli. „Hvergi eru kvenkynskeppendur nefndir á nafn, þrátt fyrir að þær hafi verið með afbragðsstöðu á þessum lista. Við viljum haldbærar skýringar á þessu vali.“ Daníel bendir á að fyrir næstu Ólympíuleika, sem fara fram á næsta ári, bjóðist Evrópulöndum að komast á svokallaðan Wildcard lista, sem auðveldi keppendum að komast á leikana. Til þess þurfi þeir hins vegar að fá tækifæri til að taka þátt á alþjóðlegum mótum. „Auðvitað eru þeir afreksmenn og -konur, sem eru efst á stigalistanum, búnir að leggja margt á sig til að eiga möguleika á þessum draum. Þeir eru svolítið illa sviknir án þess að hafa almennileg rök fyrir því. Annað en að þeir séu orðnir of gamlir,“ segir Daníel og vísar til svars JSÍ við fyrirspurn UMFS. Þar segir að enginn íslenskur keppandi sé tilbúinn til að taka þátt á næstu Ólympíuleikum og þurfi sambandið að byggja grunn fyrir keppendur sem geti tekið þátt á Ólympíuleikunum 2028. Þá segir í svarinu að markmið IJF og EJU sé að aðstoða JSÍ við að byggja upp nýja kynslóð keppenda og styrkurinn eyrnamerktur í það verkefni. „Í júdóheiminum eru menn að keppa langt fram eftir þrítugu,“ segir Daníel. Hann segir að vissulega geti allir tekið þátt á alþjóðlegum mótum á eigin kostnað. Það geti hins vegar reynst mjög dýrt. „Mörg af þessum stóru mótum eru á framandi stöðum sem er dýrt að ferðast til. Má nefna að mót helgarinnar var í Bakú í Aserbaídsjan. Þar sem allir þessir afreksíþróttamenn eru í annarri vinnu er þetta gríðarlega kostnaðarsamt. Þess vegna er þessi styrkur Júdósambandsins ómetanlegur.“ Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Þann 7. september síðastliðinn sendi stjórn Júdódeildar UMFS erindi til stjórnar Júdósambands Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna vals í landsliðsverkefni. Verkefnið er kostað af Alþjóðajúdósambandinu, IJF, og Júdósambandi Evrópu, EJU. Í erindinu óskar stjórn Júdódeildar UMFS eftir svörum um val sambandsins á keppendum á mót og keppnir undanfarið. Verkefnið er til þess falið að kosta ferðir glímukappanna tveggja á alþjóðleg stórmót sem gera þeim kleift að vinna sér inn punkta til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleika. Kjartan Hreiðarsson, hjá Júdófélagi Reykjavíkur, og Hrafn Arnarson, hjá Júdófélagi Suðurlands, voru valdir í verkefnið. „Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ „Það eru þarna ákveðin hagsmunatengsl inni í Júdósambandi Íslands, JSÍ, sem gera þetta val óheppilegt. Þannig er að núverandi gjaldkeri og fyrrverandi varaformaður JSÍ stofnaði nýverið júdófélag á Suðurlandi. Við það félag starfar erlendur þjálfari sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands,“ segir Daníel Leó Ólason, formaður Júdódeildar UMFS, í samtali við fréttastofu. „Það vill svo til að annar keppendanna sem er valinn er að æfa hjá framkvæmdastjóranum og er sonur gjaldkera JSÍ.“ Vísar Daníel þar til Arnars Freys Ólafssonar sem er gjaldkeri hjá Júdósambandi Íslands en sonur hans æfir hjá Júdófélagi Suðurlands. Þjálfari þess er George Buntakis sem er einnig framkvæmdastjóri JSÍ. Stjórn Júdódeildar UMFS sendi Júdósambandi Íslands nýverið erindi vegna vals í verkefni á vegum sambandsins. Verkefnið kostar keppnisferðir tveggja á alþjóðleg mót. Hvorugur þeirra sem var valinn er ofarlega á stigalista Júdósambandsins.Aðsend „Það gæti verið eðlilegt val nema það að í afreksstefnu JSÍ er talað um að velja eigi fyrst og fremst í A-landslið út frá punktastöðu á stigalista. Þessi strákur er ekki á þessum lista. Þeir sem eru efstir á listanum fengu engin boð um að fá styrki eða vera valdir í landsliðið þrátt fyrir að segi í stefnunni að velja eigi út frá stigalistanum fyrst, þolprófi og líkamlegu ástandi,“ segir Daníel. „Ekkert þolpróf hefur farið fram og í raun eru rök Júdósambandsins fyrir vali í landsliðið byggð á ástundun og áhuga keppenda. Þeir bera fyrir sig að þessir strákar hafi farið það mikið á mót erlendis undanfarið og það hafi sýnt áhuga þeirra og þess vegna verði þeir fyrir valinu.“ Segir skorta gagnsæi Fram kemur í svari JSÍ við fyrirspurn UMFS að strákarnir tveir, sem urðu fyrir valinu, „æfa meira en aðrir og hafa sýnt miklar framfarir“. „Þeir hafa farið í æfingabúðir á eigin kostnað og komið aftur reynslunni ríkari. Að mati landsliðsþjálfara eru þeir mjög einbeittir við þjálfun sína og taka æfingum af fullri alvöru,“ segir í svarinu. „Að auki hefur landsliðsþjálfari til hliðsjónar frammistöðu iðkenda á sameiginlegum Randori æfingum sem haldnar eru á föstudögum.“ Daníel segir furðulegt að byggja valið meðal annars á frammistöðu á æfingum glímukappa. „Annar þeirra er að æfa hjá framkvæmdastjóranum. Þeir vita ekkert um ástundun annarra félaga. Þessi rök finnst okkur ekki halda vatni,“ segir Daníel. „Það skortir gagnsæi þar sem hagsmunaárekstrarnir eru svona stórir og þeir tveir sem voru efstir á þessum stigalista eru ekki valdir. Hvorugur þeirra er með fulltrúa úr sínu félagi í stjórn JSÍ. Það eru Ármann og UMF Selfoss.“ Ekki hugað að kynjahlutfalli Þá skjóti skökku við að við valið hafi hvergi verið gætt að kynjahlutfalli. „Hvergi eru kvenkynskeppendur nefndir á nafn, þrátt fyrir að þær hafi verið með afbragðsstöðu á þessum lista. Við viljum haldbærar skýringar á þessu vali.“ Daníel bendir á að fyrir næstu Ólympíuleika, sem fara fram á næsta ári, bjóðist Evrópulöndum að komast á svokallaðan Wildcard lista, sem auðveldi keppendum að komast á leikana. Til þess þurfi þeir hins vegar að fá tækifæri til að taka þátt á alþjóðlegum mótum. „Auðvitað eru þeir afreksmenn og -konur, sem eru efst á stigalistanum, búnir að leggja margt á sig til að eiga möguleika á þessum draum. Þeir eru svolítið illa sviknir án þess að hafa almennileg rök fyrir því. Annað en að þeir séu orðnir of gamlir,“ segir Daníel og vísar til svars JSÍ við fyrirspurn UMFS. Þar segir að enginn íslenskur keppandi sé tilbúinn til að taka þátt á næstu Ólympíuleikum og þurfi sambandið að byggja grunn fyrir keppendur sem geti tekið þátt á Ólympíuleikunum 2028. Þá segir í svarinu að markmið IJF og EJU sé að aðstoða JSÍ við að byggja upp nýja kynslóð keppenda og styrkurinn eyrnamerktur í það verkefni. „Í júdóheiminum eru menn að keppa langt fram eftir þrítugu,“ segir Daníel. Hann segir að vissulega geti allir tekið þátt á alþjóðlegum mótum á eigin kostnað. Það geti hins vegar reynst mjög dýrt. „Mörg af þessum stóru mótum eru á framandi stöðum sem er dýrt að ferðast til. Má nefna að mót helgarinnar var í Bakú í Aserbaídsjan. Þar sem allir þessir afreksíþróttamenn eru í annarri vinnu er þetta gríðarlega kostnaðarsamt. Þess vegna er þessi styrkur Júdósambandsins ómetanlegur.“
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira