Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2023 09:52 Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni sem á að koma í staðinn fyrir núverandi fangelsi. Vísir/Vilhelm Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Fangelsismál Árborg Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu