Evrópa hélt titlinum eftir dramatík í Andalúsíu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 22:31 Lið Evrópu fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Lið Evrópu heldur Solheim bikarnum í tvö ár til viðbótar eftir að hafa haldið jöfnu gegn úrvalsliði Bandaríkjanna í dag. Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu. Golf Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira