Giannis Antetokounmpo útilokar ekki að yfirgefa Bucks Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 09:57 Giannis Antetokounmpo flexar bísann. Kenyon Martin Jr. er ekki heillaður af góðu formi Giannis Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo hristi aðeins upp í NBA heiminum á dögunum þegar hann var gestur í hlaðvarpinu 48 minutes. Þar lét hann þau orð falla að ef hann ætti betri möguleika á vinna titilinn annarsstaðar yrði hann að taka honum. „Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
„Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins