Einkunnir Íslands: Glódís og Telma stálu senunni Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 22. september 2023 20:29 Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr í kvöld, í sigrinum kærkomna gegn Wales. vísir/Diego Stjörnurnar sem skinu skærast í íslenska liðinu í kvöld, í sigrinum gegn Wales í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, voru aftastar á vellinum. Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira