Einkunnir Íslands: Glódís og Telma stálu senunni Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 22. september 2023 20:29 Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr í kvöld, í sigrinum kærkomna gegn Wales. vísir/Diego Stjörnurnar sem skinu skærast í íslenska liðinu í kvöld, í sigrinum gegn Wales í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, voru aftastar á vellinum. Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti