Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2023 08:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir líkhúsið þurfa umsjónarmann. Snæfellsbær/Google Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi. Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi.
Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent