Rúnar: Tókst að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja daga Kári Mímisson skrifar 20. september 2023 22:13 Rúnar var hress á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Eitt stig gegn besta liði landsins er mjög gott en ég er svekktur að hafa ekki tekið öll þrjú því mér fannst við vera betra liðið með meiri möguleika,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR strax að leik loknum gegn Víkingi í kvöld. Það var mikill munur á liði KR í fyrri og seinni hálfleik. KR liðið gerði sig sekt um tvö slæm mistök í fyrri hálfleik sem Víkingar náðu að refsa fyrir og átti í vandræðum með að skapa sér færi. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til liðsins sem leit virkilega vel út gegn nýkrýndum bikarmeisturum Víkings. Rúnar segir að liðið hafi ekki gert miklar breytingar á liðinu og talar sömuleiðis um að liðið hefði átt að gera betur í mörkum Víkings. „Við lyftum aðeins einum miðjumanni hærra upp í pressu þannig að við vorum eiginlega komnir í maður á mann. Þeir eru flinkir að leysa pressu eins og í fyrri hálfleik þegar við erum með ákveðna pressu í huga og ætlum að gera ákveðna hluti þá eru þeir fljótir að breyta og finna lausnir og við náðum að laga það aðeins betur í hálfleik,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leikinn í kvöld. „2-0 í hálfleik fannst mér ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir taka hornspyrnu sem við vissum alveg nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera, þeir eru búnir að vera að gera þetta í allt sumar og við sýnum bara ömurlega varnarvinnu þar. Svo gefum við þeim bara mark á silfurfati alveg eins og við gerðum á KR-vellinum fyrr í sumar í stöðunni 0-0 þegar við erum með leikinn þar sem við viljum hafa hann.“ „Við gefum þeim tvö mörk en eigum á sama tíma fullt af fínum spilköflum, vissulega voru Víkingar líka mikið með boltann en þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik og í þeim seinni fannst mér við bara vera betra liðið. Mér þótti það sanngjarnt að við jöfnum leikinn og hefði viljað fá þriðja markið en áttum svo sem ekki mikið af sénsum eftir að við jöfnum leikinn í 2-2,“ bætti Rúnar við. Rúnar segir að lokum að hann sætti sig þó við stigið en hefði viljað sjá þrjú miða við spilamennsku liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var frábær fótboltaleikur og allt það. Vissulega fengu þeir dauðafæri hérna í seinni hálfleiknum þegar við erum orðnir aðeins opnari en við fengum líka okkar séns eins og þegar Kennie er sloppinn í gegn tekur boltann er tekinn niður og ekkert dæmt. Þetta var baráttu leikur með hröðum fótbolta og tveimur liðum sem spiluðu flottan fótbolta. Sennilega gaman fyrir þá sem horfðu þar sem það var mikið að gerast. Við erum sáttir að taka með okkur eitt stig héðan en eins og ég segi hefði ég viljað taka þrjú.“ „Hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið“ En hefur Rúnar fengið einhver svör eftir þennan frábæra síðari hálfleik? „Við erum búnir að fá fullt af svörum í allt sumar. Jói er að spila alla leiki fyrir okkur, 18 ára gamall. Lúkas er búinn að vera að spila fullt fyrir okkur að undanförnu og byrjar inn á í dag í fjarveru Finns Tómasar. Jakob Franz er búinn að spila mikið. Birgir Steinn kemur inn á núna og Benoný búinn að vera frábær. Við erum með fullt af ungum strákum sem hafa verið að gefa mér þau svör að þeir séu tilbúnir.“ „Við erum á þeim stað í deildinni sem mögulega endurspeglast í því að við höfum verið að gefa fullt af mönnum séns sem var kannski ekki alveg hugmyndafræðin frá upphafi en hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið og við höfum gert vel í því. Nú horfum við aðeins lengra fram í tíman en akkúrat þetta tímabil en við erum enn þá í þessari baráttu, komumst inn í topp sex og þar viljum við gera okkur gilda. Í kvöld tókst okkur að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja nokkra daga.“ Hvernig metur þú stöðuna í þessari Evrópubaráttu? „Hún er náttúrulega bara galopin. Auðvitað þurfum við að vinna einhverja leiki en stig gegn meisturunum eða verðandi meisturum og bikarmeisturum er flott. Það sýnir okkur að við getum tekið stig á móti bestu liðunum. Nú eigum við Val næst og við erum heldur betur búnir að tapa illa fyrir þeim tvisvar í sumar, fáum þá á sunnudaginn næsta og reynum að halda áfram þessum stíganda sem hefur verið hjá okkur. Vonandi náum við betri úrslitum gegn Val en í síðustu tveimur leikjum sem við höfum spilað við þá.“ Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Það var mikill munur á liði KR í fyrri og seinni hálfleik. KR liðið gerði sig sekt um tvö slæm mistök í fyrri hálfleik sem Víkingar náðu að refsa fyrir og átti í vandræðum með að skapa sér færi. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til liðsins sem leit virkilega vel út gegn nýkrýndum bikarmeisturum Víkings. Rúnar segir að liðið hafi ekki gert miklar breytingar á liðinu og talar sömuleiðis um að liðið hefði átt að gera betur í mörkum Víkings. „Við lyftum aðeins einum miðjumanni hærra upp í pressu þannig að við vorum eiginlega komnir í maður á mann. Þeir eru flinkir að leysa pressu eins og í fyrri hálfleik þegar við erum með ákveðna pressu í huga og ætlum að gera ákveðna hluti þá eru þeir fljótir að breyta og finna lausnir og við náðum að laga það aðeins betur í hálfleik,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leikinn í kvöld. „2-0 í hálfleik fannst mér ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir taka hornspyrnu sem við vissum alveg nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera, þeir eru búnir að vera að gera þetta í allt sumar og við sýnum bara ömurlega varnarvinnu þar. Svo gefum við þeim bara mark á silfurfati alveg eins og við gerðum á KR-vellinum fyrr í sumar í stöðunni 0-0 þegar við erum með leikinn þar sem við viljum hafa hann.“ „Við gefum þeim tvö mörk en eigum á sama tíma fullt af fínum spilköflum, vissulega voru Víkingar líka mikið með boltann en þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik og í þeim seinni fannst mér við bara vera betra liðið. Mér þótti það sanngjarnt að við jöfnum leikinn og hefði viljað fá þriðja markið en áttum svo sem ekki mikið af sénsum eftir að við jöfnum leikinn í 2-2,“ bætti Rúnar við. Rúnar segir að lokum að hann sætti sig þó við stigið en hefði viljað sjá þrjú miða við spilamennsku liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var frábær fótboltaleikur og allt það. Vissulega fengu þeir dauðafæri hérna í seinni hálfleiknum þegar við erum orðnir aðeins opnari en við fengum líka okkar séns eins og þegar Kennie er sloppinn í gegn tekur boltann er tekinn niður og ekkert dæmt. Þetta var baráttu leikur með hröðum fótbolta og tveimur liðum sem spiluðu flottan fótbolta. Sennilega gaman fyrir þá sem horfðu þar sem það var mikið að gerast. Við erum sáttir að taka með okkur eitt stig héðan en eins og ég segi hefði ég viljað taka þrjú.“ „Hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið“ En hefur Rúnar fengið einhver svör eftir þennan frábæra síðari hálfleik? „Við erum búnir að fá fullt af svörum í allt sumar. Jói er að spila alla leiki fyrir okkur, 18 ára gamall. Lúkas er búinn að vera að spila fullt fyrir okkur að undanförnu og byrjar inn á í dag í fjarveru Finns Tómasar. Jakob Franz er búinn að spila mikið. Birgir Steinn kemur inn á núna og Benoný búinn að vera frábær. Við erum með fullt af ungum strákum sem hafa verið að gefa mér þau svör að þeir séu tilbúnir.“ „Við erum á þeim stað í deildinni sem mögulega endurspeglast í því að við höfum verið að gefa fullt af mönnum séns sem var kannski ekki alveg hugmyndafræðin frá upphafi en hefur þróast smám saman í það undanfarin tvö ár að reyna að yngja liðið og við höfum gert vel í því. Nú horfum við aðeins lengra fram í tíman en akkúrat þetta tímabil en við erum enn þá í þessari baráttu, komumst inn í topp sex og þar viljum við gera okkur gilda. Í kvöld tókst okkur að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja nokkra daga.“ Hvernig metur þú stöðuna í þessari Evrópubaráttu? „Hún er náttúrulega bara galopin. Auðvitað þurfum við að vinna einhverja leiki en stig gegn meisturunum eða verðandi meisturum og bikarmeisturum er flott. Það sýnir okkur að við getum tekið stig á móti bestu liðunum. Nú eigum við Val næst og við erum heldur betur búnir að tapa illa fyrir þeim tvisvar í sumar, fáum þá á sunnudaginn næsta og reynum að halda áfram þessum stíganda sem hefur verið hjá okkur. Vonandi náum við betri úrslitum gegn Val en í síðustu tveimur leikjum sem við höfum spilað við þá.“
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira