Sadískt umsóknarferli um listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 08:00 Sverrir Norland segist ekki þola gáfaða bókmenntaunnendur ... en elski þá líka. vísir/vilhelm „Ég sit hér í næði á kontórnum og skrifa næstu bók,“ segir rithöfundurinn Sverrir Norland. Hann var að senda frá sér nýja sögu sem heitir Kletturinn og þegar byrjaður á þeirri næstu. Kletturinn er tilefni viðtalsins en við erum að ræða hvernig best er að standa að því. Ef hann svari spurningum á Messenger þá hafi hann fullkomið kontról yfir því sem hann segir… „Já. Fullkomið kontról er líka hættulegt – hættulegt að hugsa sig um. Hræðilegt að reyna að hljóma gáfaður.“ En þú hljómar alltaf gáfulega? „Já – gáfur mínar eru þá bara heppni. Ég þoli ekki gáfaða bókmenntaunnendur – elska þá líka.“ Á fátt eitt sameiginlegt með sögumanninum Spjall okkar leiðir meðal annars í ljós að Sverrir lifir og hrærist í mótsögnum. Hann varast alhæfingar og telur einhlít svör sjaldnast liggja á lausu. Ég er mjög ánægður með þessa bók, þessa sögu. „Fagna því! Takk. Hún drap mig næstum. Er svo einföld en það er einhver kjarni í henni sem er sársaukafullur, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það.“ Er þetta það besta sem þú hefur skrifað? „Tja, ég veit ekki með það besta. Stríð og kliður hlaut ótrúlegar undirtektir og virðist hafa hreyft við mörgum, það gladdi mig mikið. En ég svo sem ligg ekki yfir útgefnum textum eftir sjálfan mig, fer bara beint í það næsta og er í raun löngu kominn yfir það að hugsa um gæði. Sögurnar og textarnir koma bara. Maður hefur eitthvað að segja og reynir að slökkva á eigin dómara og/eða gagnrýnanda. Og einmitt þessa stundina finnst mér það besta vera bókin sem ég er komin langt með og verður tilbúin, vonandi, áður en árið er úti. Næsta ár.“ Sverrir staldrar við. „Já, sem sagt. Ég skrifaði hana hratt, eins og svo margt. En mér fannst vanta dýpt í persónurnar í því uppkasti. Svo að ég vann í henni áfram meðfram öðru, í hátt í ár við að slípa hana til og dýpka karakterana. Og það reynist mér oft erfitt, að hætta mér sífellt nær kvikunni í sögunni og halda til þar.“ Sverrir hleypur á klettum. Titill bókar hans er margræður.vísir/vilhelm Þarna eru ýmis og margvísleg þemu sem fléttast saman. Sverrir reynir að útskýra hvað hann á við. „Það er til dæmis þetta með samskipti okkar við annað fólk. Aðrir draga fram hver við erum en annað fólk getur líka máð okkur út. Ég reyni aðeins að útskýra það í sögunni. Umheimurinn getur gert mig fjarskalega einmana og ef ég fæ ekki að hverfa á vit heimsins innra með mér – ef mér er til dæmis haldið þaðan – glatar raunveruleikinn einhverri vigt. Ég yfirfæri þetta á Einar, sögumanninn í Klettinum, sem er að öðru leyti mjög ólíkur mér; feiminn, óöruggur, reiður. Ég er ekki þannig. En hann þarf líka að stilla sig af og finnst óþægilegt þegar aðrir reyna að stýra honum. Hann á líka erfitt með að þiggja örlæti vina sinna, Brynjars og Gúa, sem koma af betur stæðum heimilum.“ Djöfullinn innra með okkur Sverrir segir að auki áhugavert að skrifa sögu um persónur sem eru í raun allar góðar en sekar um eitthvað hræðilegt. „Við geymum öll engil og djöful innra með okkur, sama hvað samtíminn segir. Það er uppspretta listarinnar. Skrímslið innra með okkur öllum.“ Frásagnarhátturinn er 1. persónu, sem færir höfund nær sögusviðinu. Og maður neyðist til að spyrja hversu mikið þú dregur úr þínum reynsluheimi inn í söguna? „Ekki neitt. Fyrir utan það að ég er Reykvíkingur. En ég hef áður lent í því. Fyrir allra augum, sem kom út 2016, er líka 1. persónu frásögn um karlmann sem heillast af íslenskri popp- og rappstjörnu. Ástarsaga. Allir héldu að ég hefði upplifað eitthvað sambærilegt. Bara alls ekki. En gleðilegt ef frásögnin er það sannfærandi að lesendur gruni að þetta byggist á raunverulegri reynslu.“ En íslensk bókmenntafræði gengur út á að finna fólkið í sögunum? „Já. En eins og ég segi – raunveruleikinn er í höfðinu á mér. Hitt er ímyndun. Þú, ég og allir hinir,“ segir Sverrir og ljóst að honum þykir þessi spurning eða staðhæfing blaðamanns Vísis kostuleg. Sverrir segir stöðu rithöfundarins hafa breyst til mikilla muna, hann þurfi nú að bregða sér í ýmis hlutverk.vísir/vilhelm „En það er þetta sem er svolítið flókið: Ég elska fólkið í kringum mig, ættingja, vini og er frekar félagslyndur. Og er stundum með samviskubit yfir því hvað ég þarf líka mikið að draga mig í hlé og skrifa. Ég er bókstaflega viðþolslaus ef ég þarf að fara í gegnum mikið meira en klukkustund án penna, tölvu eða gítars. Ég þarf stöðugt að búa eitthvað til – það er líklega einhvers konar sjúkdómur. Taugaveiklun. Eða bara lífsgleði?“ Sverrir veltir þessu fyrir sér. „Auðvitað gerist það samt stundum örugglega að maður notar eitthvað úr eigin tilveru, til dæmis fólk en svo öðlast nýtt líf í sögunum og verður að allt öðrum persónum. En það er líka hluti af því hvernig ég er: Ég tilheyri ekki beint umheiminum, skil ekki alveg hvernig reglurnar virka og vil helst ekki hafa miklar áhyggjur af þeim.“ Staða rithöfunda breyst Ég velti fyrir mér útgáfutímanum … ertu ekki að þjófstarta jólabókaflóðinu? „Ég verð að gera hlutina algjörlega eftir eigin höfði, annars get ég bara farið að gera eitthvað annað. Árið 2018 gaf ég út fimm litlar bækur í bókaknippi og stakk svo af til Mexíkó. Það þótti skrítin leikflétta – en bækurnar seldust upp á meðan við Cerise konan mín og Alma litla önduðum af okkur steikarbrælu gamalla tannlausra kvenna í litlum fjallaþorpum.“ Sverrir segir líka að hann hafi viljað að Kletturinn væri kilja en ekki milli tveggja harðspjalda. „Svo að lesendur keyptu hana handa sjálfum sér, ekki bara til að setja í pakka,“ segir Sverrir og bætir því hraðmæltur við að það sé líka og auðvitað guðvelkomið að kaupa bókina og pakka henni inn. „Ég vil að fólk langi sjálft til að lesa bækurnar mínar og verði sér úti um þær, fái þær ekki bara í pakka.“ Lá alltaf fyrir að þú yrðir rithöfundur? „Já, ég held það. En það er ekki val heldur óhapp. Eitthvað sem maður lendir í.“ Lendir í? „Velur einhver að verða rithöfundur? Ég hef reynt að gera margt annað en sögurnar þvælast bara fyrir mér. Raunveruleikinn í höfðinu. Ég get ekki tekið umheiminn fyllilega alvarlega. Ég hef tekið eftir því að kynslóðir mér eldri finnst fínt og virðingarvert að vera rithöfundur. Ætli það hafi ekki breyst? Það er ekki í tísku að sitja og hugsa í dag. Maður á að vera „doer“ og helst ríkur. Eða hvað? Samt þurfum við meira en nokkru sinni á því að halda – áminningunni um að við þurfum sjálf að hugsa frekar en söluvörur stórfyrirtæki sem ætla að gera það fyrir okkur.“ Minnst upp úr skriftunum sjálfum að hafa Er staða rithöfunda önnur en hún hefur verið? „Ég ímynda mér það? Er svo sem bara að hugsa upphátt.“ Eru til dæmis samfélagsmiðlar að umturna stöðu rithöfunda öðrum fremur? „Já, sannarlega. Ég nota einhverja miðla – en væri til í að vera með aðstoðarmanneskju, eða lítinn ritfæran apa, eða róbot, til að hjálpa mér við að moka efni á miðla og svara tölvupóstum. Umhverfið hefur breyst svakalega mikið, líka bara praktískt séð. Velur einhver sér það hlutskipti að verða rithöfundur? Sverrir telur svo ekki vera.vísir/vilhelm Ég skrifa bækur en til að láta reikningsdæmið ganga upp er ég líka farinn að semja sjónvarpsþætti, kem meira að segja bráðum fram í skrifuðum sjónvarpsþætti, ég hef gert útvarp og hlaðvarp, ég flyt fyrirlestra, gef sjálfur út bækur, þýði, kenni og bráðum kemur út smáskífa og kannski plata. Þetta skarast allt, sem lýsir svo sem kannski bara mér sem týpu, en miðlunarumhverfið er líka bara orðið svo tætt og tengt að það er erfitt að helga sig einni tjáningarleið. Rithöfundar hafa til dæmis síauknar tekjur af því að koma fram en minni af skrifunum sjálfum – allavega margir þeirra.“ Þannig að það er ekki farsælt að vera intróvert og rithöfundur? „Er ekki farsælast að vera blanda af intróvert og extróvert? Intróvertar eru oft góðir í að koma fram, til dæmis á sviði, og flytja eigin boðskap, það erindi sem þeir hafa í heiminum. En líður svo kannski illa í kokteilboði. Auðveldara að standa á sviði frammi fyrir þúsund manns en sitja með þremur á bar. Mér finnst þetta með intróvertinn líka orðið svolítið steikt: Sumir virðast rugla því saman að vera svolítið inn í sig, hlédrægur, jafnvel feiminn, og haldinn patólógískri fælni við samskipti við ókunnuga. Kjósa til dæmis frekar að kaupa vínber af róbóta en manneskju og vilja helst ekki bjóða grönnum góðan dag. Það getur orðið ansi andfélagslegt og slæmt fyrir samfélagið, sérstaklega ef við færumst öll meira og meira í þá áttina.“ Sadískt umsóknarferli listamannalauna Ímynd rithöfundar er einsemdin en ef þeir hafa hvorki í sig né á með skrifum sínum erum við að tala um nýja stöðu? „Ég held nú að ýmsir geti enn haft lifibrauð af þessu, sérstaklega ef þeir eru útsjónarsamir. En við verðum að tryggja að fólk geti unnið við það að skrifa – endurhugsa heiminn í víðu samhengi. Ekki bara sponsorerað af fyrirtækum eða hagsmunaöflum og þá nota tungumálið á frjóan hátt. Hugsa sjálfstætt.“ En ég velti fyrir mér fyrirbæri eins og listamannalaunum í þessu sambandi; verða rithöfundar ekki að þóknast úthlutunarnefndum með því að segja réttu hlutina ef þeir eiga að hafa sjéns á að sitja við sitt skrifborð og skrifa sögur og ljóð? Sem hlýtur þá að virka hamlandi á alla sjálfstæða hugsun, í raun er þetta auðvitað helsi en ekki frelsi. „Jú – og það er glatað. Umsóknarferlið fyrir listamannalaunin virðist vera hannað á sadískan hátt sem hrein andhverfa þess hvernig sköpunarferlið virkar í raun. En mér finnst hins vegar blasa við að styrkja þurfi listir. Allt á Íslandi er með einum eða öðrum hætti ríkisstyrkt. Hér eru hvað, 45.000 ríkisstarfsmenn í fastri vinnu? Stjórnendur fyrirtækja fá kvíðakast í smá mótbyr og vilja fúlgur fjár úr ríkiskassanum. Á meðan er sett einhver hlægileg skiptimynt í það að tryggja að nokkrar skrifandi hræður geti helgað sig bókmenntunum á tungumáli sem er menningarauður á heimsvísu sem jafnast á við píramídana. Við erum bara svo heimóttarleg að við föttum það ekki. Felum tungumálið meira að segja fyrir ferðamönnum. Ég er giftur franskri konu – og þar njóta íslenskar bókmenntir ótrúlegra vinsælda. Fólk streymir hingað vegna kvikmynda, bóka og tónlistar.“ Gagnrýni á samtímann ekki lofgjörð til hins liðna Þú ert að lýsa fyrirbæri sem hlýtur að vera í andstöðu við sköpun eða list? „Heimurinn er fullur af mótsögnum!“ Hvar fórum við af veginum? „Veit svo sem ekki hvort við höfum nokkru sinni verið á réttri leið – fjarri mér að gylla fortíðina. Fólk gerir oft ráð fyrir því að maður sé haldinn fortíðarhyggju þegar maður gagnrýnir samtímann.“ Rétt. Um að gera að slá þennan varnagla. „Ég segi samt bara: Höfum gaman af lífinu, litlu skjálfandi kvíðahríslur. Lífsmóttóið er einfalt: Ást, forvitni, listir. Og þegar maður er yngri: Kynlíf, ferðalög, leit … Prófa hluti, ekki stirðna í skjádofa eða þægð við kröfur samtímans. Samtíminn er bara ímyndun. Það er mun nútímalegra að lesa bók en hanga á samfélagsmiðli. Blasir það ekki við?“ Jújú, en áður en við stirðnum í skjádofa og þægð við kröfur samtímans… þú ert svona öðrum þræði að lýsa hlutskipti nútíma rithöfundar sem Renaissance-manni? Eða hvert er annars hlutverk rithöfundar í nútímasamfélagi? „Kannski! En fólk verður að lesa. Mega hugsa upphátt og sjálfstætt án þess að því sé refsað fyrir það eða því útskúfað,“ segir Sverrir en tekur jafnframt fram að hann sé ekki þar með að tala fyrir því að skrúfað verði frá einhverjum hatursorðræðukrönum. Rithöfundurinn þarf að glíma við margar mótsagnir. Hann má ekki vera neinum háður en hvað er það að vera óháður?vísir/vilhelm „Rithöfundurinn er sá sem má hugsa sjálfstætt. Draumastaðan er að vera engum háður og til þess þarf hann að vera nógu áhugaverður til að fólk kaupi bækurnar hans. Og það sem er áhugavert er oft það sem allir eða margir eru að hugsa en fæstir hafa leyfi til að segja. En rithöfundurinn má það. Stundum er hann líka trúðurinn/fíflið, eins og allir listamenn…“ En mér sýnist reyndar að rithöfundar séu allt annað en nákvæmlega þetta sem þú lýsir. Og ég er að láta mér detta í hug að þar hafi þetta listalaunasystem sitthvað að segja? „Já, kannski – en ég get bara borið ábyrgð á sjálfum mér.“ Sverrir dagsins í dag skrifaði ekki bókina Eins og áður sagði var bókin í rúmt ár í smíðum. „Fyrsta uppkast kom hratt, ég man það ekki, á einhverjum dögum, kannski vikum, svo slípaði ég hana – meðfram öllum hinum dagsverkunum – já í um ár. Hún lá sem sagt tilbúin í hálft ár áður en hún kom út – sem er þægilegt. Það er mynd af mér á kápunni – en ég skrifaði hana ekki. Það gerði einhver annar maður sem tilheyrir fortíðinni. Ég held áfram inn í næstu sögu, næsta draum og bardaga.“ Sko, aðeins aftur að þessu hlutskipti rithöfundarins, að hann þurfi að mæðast í mörgu. Þú hefur farið í ýmis hlutverk svo sem að taka viðtöl við kollega þína og gagnrýna verk þeirra. Býður það ekki hættunni heim með hagsmunaárekstra? „Úti í hinum stóra heimi er mjög algengt að rithöfundar skrifi líka rýni, einkum í Bandaríkjunum. Annars er markmiðið hjá mér alltaf það sama: bara að reyna að innspírera og vekja áhuga. Ef ég gagnrýni bók þá reyni ég að gera svolítið sem mér finnst stundum skorta á. Að fjarlægja sjálfan mig úr jöfnunni – og leita að því sem er áhugavert ekki síður en göllunum.“ En ef þeir eru of „heiðarlegir“ eru þeir þá ekki sakaðir um að vilja snúa samkeppnina niður? „Ég vil ekki snúa samkeppnina niður. Ef kollegum mínum gengur vel gengur mér betur. Það er bara karma. Ég held með þeim. Áhugi á bókum er smitandi og þetta er ekki lokað mengi. Ég hef alveg upplifað þennan ótta í öðrum en svona er ég bara ekki. Tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að hampa því sem mér finnst gott og reyna að hefja aðra upp þegar ég hef tækifæri til.“ Gagnrýni hefur engin áhrif á Sverri En vilja rithöfundar ekki bara fá fjórar stjörnur plús, allt annað er ómarktæk gagnrýni? „Jú, kannski. En stundum má spyrja sig hvort ekki þurfi líka að gagnrýna gagnrýnina? Hún er oft hraðsoðin, flaustursleg, illa skrifuð, mjög stutt, neytendaráðgjöf frekar en marktæk skrif þar sem höfundurinn hefur hugsað af elju og dýpt um efni bókarinnar. Sorrí. Þannig er það bara. Auðvitað ekki við þá sem taka þetta að sér endalega að sakast, þetta er illa borgað og nýir pennar fá sjálfsagt litla tilsögn.“ Mér hefur sýnst að öll gagnrýni sem er undir fjórum stjörnum sé þess eðlis að hún sé ýmist ómarktæk, skrifuð af bitrum „bókmenntafræðingum“ og af illum hug? Óðaverðbólga í stjörnugjöf. Markaðsdeildir forlaganna höfðu betur og sannast sagna ekki mikil fyrirstaða. Sú er saga gagnrýni á Íslandi. „Það getur vel verið. Gagnrýni um mínar eigin bækur hefur engin áhrif á mig. Ég skrifaði bækurnar og veit manna best hvar mér tókst vel til og hverjir gallarnir eru. Eins og ég segi: Ég er bara kominn inn í næsta verkefni. En ég held að það hjálpi að ég hef fengið svo sterk viðbrögð frá lesendum á síðustu árum.“ Sverrir Norland segir algjört "nónó" að spyrja rithöfund hverjir gallarnir á verki hans séu.vísir/vilhelm Og hverjir eru gallarnir á þessari nýju sögu? „Aldrei biðja rithöfund um að benda á galla í eigin verkum. Eða ertu með rauðan penna?“ Þetta átti að vera svellhál spurning. Sko, það sem mér finnst athyglisvert meðal annars í bókinni er að þú hikar ekki við að nýta þér eigindir glæpasögunnar, sem hafa ekki verið hátt skrifaðar hér á landi á, eins og skáldið sagði? „Já, ég blanda smá saman formum. Undir er ráðgáta. Þó að þetta sé bara hefðbundin skáldsaga en áskorunin var að gera persónurnar nógu geðþekkar til að við gætum líka fyrirgefið þeim vafasamar gjörðir þeirra. Áskorunin var að halda flugi eftir að „afhjúpunin“ verður. En á þeim síðum er líka að finna kjarna bókarinnar. Og þetta er ekki hefðbundinn glæpasaga. En það var erfitt. Og ég nota líka endurlit sem er mjög krefjandi og vandmeðfarið. Ég held að ég hafi fundið ágætis jafnvægi í lokum.“ Notar aðferðir glæpasögunnar til að toga lesandann áfram Sverrir segir barnalegt að gera lítið úr glæpasögum. „Allar góðar sögur eru einhvers konar ráðgátur. Er slæmt að skrifa bækur sem fólk vill lesa? Ég held samt að hjá mér verða einhver kynslóðaskil – fínar bókmenntir, sorprit … Internetið hefur líka splundrað öllum svona skilum.“ Hrafn Jökulsson heitinn sagði einu sinni við mig að allar sögur væru glæpasögur. „Já, og mér finnst margt til í því.“ En, sem sagt, hámenning/lágmenning er ekki issjú lengur? „Haha, þetta eru svo stórar spurningar!“ Verðum við ekki að láta á manninn reyna? „Jú, endilega þjarma að manninum. Mér finnst allt í lagi að gera greinarmun á þessu. Og á list og afþreyingu til dæmis, eins og ég gerði í Stríði og klið. List hefur að markmiði að minna okkur á að við erum lifandi og er oft ekki gróðadrifin, þó að oft sé hún það líka, sérstaklega í dag. Afþreying hefur að markmiði að slökkva á heilum okkar í smá stund – hvíld – og má því ekki styggja okkur um of. Hún er líka oft framleidd af öflum sem vilja vissa vöru. Svo er hægt að flétta saman list og afþreyingu, að sjálfsögðu, til dæmis með því að skrifa bók sem fjallar um eitthvað sem erfitt er að færa í orð, einhvern sársauka, jafnvel sannleika um lífið, en notar brögð glæpasögunnar til að toga lesendur allt til enda bókarinnar.“ Thor hataði afþreyinguna Þú gerir sem sagt greinarmun á þessu tvennu? „Thor Vilhjálms, ömmubróðir minn, hataði afþreyingu. Það geri ég alls ekki. Ég vil hins vegar líka að áfram verði rými fyrir list, það sem er krefjandi, flókið, ruglingslegt, illskilgreinanlegt. Já, en sjálfsagt er ég að mestu afurð lágmenningar: spilaði bara tölvuleiki í æsku, las myndasögur, horfði á Hollywood-myndir, hlustaði á popptónlist ... En svona í alvöru talað, þá eru þessi hugtök farin að velkjast býsna mikið. „Þetta er eitthvað sem ég velti aldrei fyrir mér. Í rauninni.“ Nei, ók. Fyrir 30 árum gátu menn setið lengi á rökstólum og glímt við spurninguna hámenning/lágmenning ... örstutt. „Já, fínt að rökræða! Nú talar fólk um loftslagsbreytingar ... verða enn menn hérna á plánetunni að búa til list eftir hundrað ár? Þegar hafið súrnar og akrarnir skrælna … er það hámenning eða lágmenning? Ég elska bara góðar sögur - hryllingssögur, ævintýri – og hef ofnæmi fyrir rembingi, þeim sem tekur sig ofboðslega hátíðleg. „Þetta er hámenning!“ Besta listin hefur alltaf verið alþýðleg, bara fyrir fólk.“ Jú, en hver er þá staða rithöfundarins. Hvert er hans erindi? „Það verður hver og einn höfundur að eiga við sig. Mitt erindi er margþætt – eins og kemur vonandi fram í því sem ég segi. Mér finnst bókin ennþá vera dýpsta tjáningarformið. Þar er hægt að segja hluti sem rúmast illa á öðrum stöðum. Kvikmyndaformið er frábært en rúmar illa hugsun, að kafað sé djúpt – hleypir frekar af stað hugsunum, eins og gott ljóð …“ Um hvað fjallar næsta bók? „Það eru margar á teikniborðinu. En ég er svo opinn með þetta að ég slengi því bara fram þvert á ráðleggingar. Hemingway á að hafa sagt að aldrei eigi að ræða bækur á vinnslustigi við aðra – þá skrifi maður þær ekki. Ég er algjörlega á öndverðum meiði: Lít ekki svo stórt á sjálfan mig að álit og innsýn annarra gagnist ekki á ferðalaginu.“ Fínni blæbrigði í samskiptum karlmanna Og Sverrir veitir okkur vinsamlegast innsýn í það sem hann er að vinna í þessa dagana: „Vinnutitillinn er „Myrkranna börn“ og hún fjallar um dreng sem lagður er í einelti af hópi skólafélaga sinna. Hann er kominn af galdrakonu sem var myrt, ásamt börnum sínum, á 17. öld – og sagan segir að þau hafi magnað galdur sem verndað geti afkomendur hennar gegn „illu aðkasti“ um ókomna tíð. Með hjálp systur sinnar reynir strákurinn að magna galdurinn en er stöðvaður á elleftu stundu. Tuttugu og sjö árum síðar hefur hann löngu samið frið við fyrrum eineltisseggina (sem eru ekki vont fólk) en setur þá hefndargaldurinn óvænt af stað og getur ekki stöðvað hann. Og líkin taka að hrannast upp.“ Meðal þess sem Sverrir fjallar um í nýrri bók sinni eru fínni samskipti karlmanna, nokkuð sem hefði frekar mátt vænta frá kvenrithöfundi. Að sögn ritstjóra Sverris. Sem telur þá einkunn ekki laka.vísir/vilhelm Ef ég ætti að biðja þig um að skilgreina Klettinn, hvert yrði svarið? „Kletturinn: Meinarðu bókina sem bókmenntaverk eða tákngildi klettsins í sögunni?“ Ég er að meina bókina sjálfa. Ég átta mig á margræðni titilsins. „Haha. Ég gerði nú ráð fyrir því! Kletturinn er skáldsaga með spennuívafi og fjallar um siðferðilegar spurningar sem kannski er ekki hægt að svara. Eitthvað svona?“ Mjaaaaá. „Ritstjórinn minn sagði líka að honum þætti ég vera að skrifa um eitthvað sem undarlega fáir tækju fyrir – fínu blæbrigðin í samskiptum karlmanna, vina, feðga, þetta væru oftar en ekki þemu kvenhöfunda.“ Erfitt að flokka Klettinn Ég var nú kannski meira að velta því fyrir mér í hvaða hillu þú myndir setja hana? Fer hún við hliðina á Arnaldi eða Guðbergi í bókahilluna? „Fer hún ekki bara í S-ið? Hver er þar? Svava?“ En hún stenst sem sagt Bectel-prófið? „Það vona ég. Hef lesið allt eftir Alison Bechdel – Fun Home, Dykes to Watch Out For og hinar ævisögurnar. Mér finnst að alvöru höfundur búi til sínar eigin kategóríur – eða sitt eigið form – og eigi erfitt með að passa inn jafnvel. Stríð og kliður var þannig, ekki beint fræðibók en heldur ekki persónuleg „esseyja“ – og þessi skáldsaga er líka svoleiðis. Þetta er stundum óheppilegt þegar verið er að auglýsa verk eða tilnefna til verðlauna. En það er satt að sagan fjallar um vinina þrjá og sagan hverfist um þá. Og þeir eru með typpi, allir þrír.“ En bókin er sem sagt „skrímíng wóke“ þó hún fjalli um vináttu þriggja karlmanna. Hún er í raun um þriðju vaktina? „Hahaha, svolítið þannig. Embla kona Einars hugsar greinilega og talar um fleira en bara karlmenn. Sverrir hlær þegar hann er spurður hvort bók hans sé "skrímíng woke". Jújú, en hún er ekki bara woke.vísir/vilhelm Ég held samt að hún sé ekki bara woke. Eða ein fyrsta kveikjan að henni var allavega viðbrögð við því: Að minna á að við geymum öll bæði engil og djöful. Það verður ekki bara afhjúpun varðandi voðaatburðinn heldur líka hvað snertir persónuleika aðalpersónanna. Við getum verið svo dómhörð við aðra í dag. Og mig langaði að búa til persónur sem við getum auðveldlega dæmt en samt fundið til samúðar með.“ Ég held að það hafi tekist. „Ég finn að ég fer ósjálfrátt alltaf í andstöðu við það sem er samþykkt og þarf aðeins að passa mig á því. En held að það sé líka bara grunnstilling listamannsins að pota í það viðtekna, að ögra og hugsa út fyrir einhvern kassa. Eða skríða aftur inn í kassann þegar allir eru stignir þaðan út.“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kletturinn er tilefni viðtalsins en við erum að ræða hvernig best er að standa að því. Ef hann svari spurningum á Messenger þá hafi hann fullkomið kontról yfir því sem hann segir… „Já. Fullkomið kontról er líka hættulegt – hættulegt að hugsa sig um. Hræðilegt að reyna að hljóma gáfaður.“ En þú hljómar alltaf gáfulega? „Já – gáfur mínar eru þá bara heppni. Ég þoli ekki gáfaða bókmenntaunnendur – elska þá líka.“ Á fátt eitt sameiginlegt með sögumanninum Spjall okkar leiðir meðal annars í ljós að Sverrir lifir og hrærist í mótsögnum. Hann varast alhæfingar og telur einhlít svör sjaldnast liggja á lausu. Ég er mjög ánægður með þessa bók, þessa sögu. „Fagna því! Takk. Hún drap mig næstum. Er svo einföld en það er einhver kjarni í henni sem er sársaukafullur, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það.“ Er þetta það besta sem þú hefur skrifað? „Tja, ég veit ekki með það besta. Stríð og kliður hlaut ótrúlegar undirtektir og virðist hafa hreyft við mörgum, það gladdi mig mikið. En ég svo sem ligg ekki yfir útgefnum textum eftir sjálfan mig, fer bara beint í það næsta og er í raun löngu kominn yfir það að hugsa um gæði. Sögurnar og textarnir koma bara. Maður hefur eitthvað að segja og reynir að slökkva á eigin dómara og/eða gagnrýnanda. Og einmitt þessa stundina finnst mér það besta vera bókin sem ég er komin langt með og verður tilbúin, vonandi, áður en árið er úti. Næsta ár.“ Sverrir staldrar við. „Já, sem sagt. Ég skrifaði hana hratt, eins og svo margt. En mér fannst vanta dýpt í persónurnar í því uppkasti. Svo að ég vann í henni áfram meðfram öðru, í hátt í ár við að slípa hana til og dýpka karakterana. Og það reynist mér oft erfitt, að hætta mér sífellt nær kvikunni í sögunni og halda til þar.“ Sverrir hleypur á klettum. Titill bókar hans er margræður.vísir/vilhelm Þarna eru ýmis og margvísleg þemu sem fléttast saman. Sverrir reynir að útskýra hvað hann á við. „Það er til dæmis þetta með samskipti okkar við annað fólk. Aðrir draga fram hver við erum en annað fólk getur líka máð okkur út. Ég reyni aðeins að útskýra það í sögunni. Umheimurinn getur gert mig fjarskalega einmana og ef ég fæ ekki að hverfa á vit heimsins innra með mér – ef mér er til dæmis haldið þaðan – glatar raunveruleikinn einhverri vigt. Ég yfirfæri þetta á Einar, sögumanninn í Klettinum, sem er að öðru leyti mjög ólíkur mér; feiminn, óöruggur, reiður. Ég er ekki þannig. En hann þarf líka að stilla sig af og finnst óþægilegt þegar aðrir reyna að stýra honum. Hann á líka erfitt með að þiggja örlæti vina sinna, Brynjars og Gúa, sem koma af betur stæðum heimilum.“ Djöfullinn innra með okkur Sverrir segir að auki áhugavert að skrifa sögu um persónur sem eru í raun allar góðar en sekar um eitthvað hræðilegt. „Við geymum öll engil og djöful innra með okkur, sama hvað samtíminn segir. Það er uppspretta listarinnar. Skrímslið innra með okkur öllum.“ Frásagnarhátturinn er 1. persónu, sem færir höfund nær sögusviðinu. Og maður neyðist til að spyrja hversu mikið þú dregur úr þínum reynsluheimi inn í söguna? „Ekki neitt. Fyrir utan það að ég er Reykvíkingur. En ég hef áður lent í því. Fyrir allra augum, sem kom út 2016, er líka 1. persónu frásögn um karlmann sem heillast af íslenskri popp- og rappstjörnu. Ástarsaga. Allir héldu að ég hefði upplifað eitthvað sambærilegt. Bara alls ekki. En gleðilegt ef frásögnin er það sannfærandi að lesendur gruni að þetta byggist á raunverulegri reynslu.“ En íslensk bókmenntafræði gengur út á að finna fólkið í sögunum? „Já. En eins og ég segi – raunveruleikinn er í höfðinu á mér. Hitt er ímyndun. Þú, ég og allir hinir,“ segir Sverrir og ljóst að honum þykir þessi spurning eða staðhæfing blaðamanns Vísis kostuleg. Sverrir segir stöðu rithöfundarins hafa breyst til mikilla muna, hann þurfi nú að bregða sér í ýmis hlutverk.vísir/vilhelm „En það er þetta sem er svolítið flókið: Ég elska fólkið í kringum mig, ættingja, vini og er frekar félagslyndur. Og er stundum með samviskubit yfir því hvað ég þarf líka mikið að draga mig í hlé og skrifa. Ég er bókstaflega viðþolslaus ef ég þarf að fara í gegnum mikið meira en klukkustund án penna, tölvu eða gítars. Ég þarf stöðugt að búa eitthvað til – það er líklega einhvers konar sjúkdómur. Taugaveiklun. Eða bara lífsgleði?“ Sverrir veltir þessu fyrir sér. „Auðvitað gerist það samt stundum örugglega að maður notar eitthvað úr eigin tilveru, til dæmis fólk en svo öðlast nýtt líf í sögunum og verður að allt öðrum persónum. En það er líka hluti af því hvernig ég er: Ég tilheyri ekki beint umheiminum, skil ekki alveg hvernig reglurnar virka og vil helst ekki hafa miklar áhyggjur af þeim.“ Staða rithöfunda breyst Ég velti fyrir mér útgáfutímanum … ertu ekki að þjófstarta jólabókaflóðinu? „Ég verð að gera hlutina algjörlega eftir eigin höfði, annars get ég bara farið að gera eitthvað annað. Árið 2018 gaf ég út fimm litlar bækur í bókaknippi og stakk svo af til Mexíkó. Það þótti skrítin leikflétta – en bækurnar seldust upp á meðan við Cerise konan mín og Alma litla önduðum af okkur steikarbrælu gamalla tannlausra kvenna í litlum fjallaþorpum.“ Sverrir segir líka að hann hafi viljað að Kletturinn væri kilja en ekki milli tveggja harðspjalda. „Svo að lesendur keyptu hana handa sjálfum sér, ekki bara til að setja í pakka,“ segir Sverrir og bætir því hraðmæltur við að það sé líka og auðvitað guðvelkomið að kaupa bókina og pakka henni inn. „Ég vil að fólk langi sjálft til að lesa bækurnar mínar og verði sér úti um þær, fái þær ekki bara í pakka.“ Lá alltaf fyrir að þú yrðir rithöfundur? „Já, ég held það. En það er ekki val heldur óhapp. Eitthvað sem maður lendir í.“ Lendir í? „Velur einhver að verða rithöfundur? Ég hef reynt að gera margt annað en sögurnar þvælast bara fyrir mér. Raunveruleikinn í höfðinu. Ég get ekki tekið umheiminn fyllilega alvarlega. Ég hef tekið eftir því að kynslóðir mér eldri finnst fínt og virðingarvert að vera rithöfundur. Ætli það hafi ekki breyst? Það er ekki í tísku að sitja og hugsa í dag. Maður á að vera „doer“ og helst ríkur. Eða hvað? Samt þurfum við meira en nokkru sinni á því að halda – áminningunni um að við þurfum sjálf að hugsa frekar en söluvörur stórfyrirtæki sem ætla að gera það fyrir okkur.“ Minnst upp úr skriftunum sjálfum að hafa Er staða rithöfunda önnur en hún hefur verið? „Ég ímynda mér það? Er svo sem bara að hugsa upphátt.“ Eru til dæmis samfélagsmiðlar að umturna stöðu rithöfunda öðrum fremur? „Já, sannarlega. Ég nota einhverja miðla – en væri til í að vera með aðstoðarmanneskju, eða lítinn ritfæran apa, eða róbot, til að hjálpa mér við að moka efni á miðla og svara tölvupóstum. Umhverfið hefur breyst svakalega mikið, líka bara praktískt séð. Velur einhver sér það hlutskipti að verða rithöfundur? Sverrir telur svo ekki vera.vísir/vilhelm Ég skrifa bækur en til að láta reikningsdæmið ganga upp er ég líka farinn að semja sjónvarpsþætti, kem meira að segja bráðum fram í skrifuðum sjónvarpsþætti, ég hef gert útvarp og hlaðvarp, ég flyt fyrirlestra, gef sjálfur út bækur, þýði, kenni og bráðum kemur út smáskífa og kannski plata. Þetta skarast allt, sem lýsir svo sem kannski bara mér sem týpu, en miðlunarumhverfið er líka bara orðið svo tætt og tengt að það er erfitt að helga sig einni tjáningarleið. Rithöfundar hafa til dæmis síauknar tekjur af því að koma fram en minni af skrifunum sjálfum – allavega margir þeirra.“ Þannig að það er ekki farsælt að vera intróvert og rithöfundur? „Er ekki farsælast að vera blanda af intróvert og extróvert? Intróvertar eru oft góðir í að koma fram, til dæmis á sviði, og flytja eigin boðskap, það erindi sem þeir hafa í heiminum. En líður svo kannski illa í kokteilboði. Auðveldara að standa á sviði frammi fyrir þúsund manns en sitja með þremur á bar. Mér finnst þetta með intróvertinn líka orðið svolítið steikt: Sumir virðast rugla því saman að vera svolítið inn í sig, hlédrægur, jafnvel feiminn, og haldinn patólógískri fælni við samskipti við ókunnuga. Kjósa til dæmis frekar að kaupa vínber af róbóta en manneskju og vilja helst ekki bjóða grönnum góðan dag. Það getur orðið ansi andfélagslegt og slæmt fyrir samfélagið, sérstaklega ef við færumst öll meira og meira í þá áttina.“ Sadískt umsóknarferli listamannalauna Ímynd rithöfundar er einsemdin en ef þeir hafa hvorki í sig né á með skrifum sínum erum við að tala um nýja stöðu? „Ég held nú að ýmsir geti enn haft lifibrauð af þessu, sérstaklega ef þeir eru útsjónarsamir. En við verðum að tryggja að fólk geti unnið við það að skrifa – endurhugsa heiminn í víðu samhengi. Ekki bara sponsorerað af fyrirtækum eða hagsmunaöflum og þá nota tungumálið á frjóan hátt. Hugsa sjálfstætt.“ En ég velti fyrir mér fyrirbæri eins og listamannalaunum í þessu sambandi; verða rithöfundar ekki að þóknast úthlutunarnefndum með því að segja réttu hlutina ef þeir eiga að hafa sjéns á að sitja við sitt skrifborð og skrifa sögur og ljóð? Sem hlýtur þá að virka hamlandi á alla sjálfstæða hugsun, í raun er þetta auðvitað helsi en ekki frelsi. „Jú – og það er glatað. Umsóknarferlið fyrir listamannalaunin virðist vera hannað á sadískan hátt sem hrein andhverfa þess hvernig sköpunarferlið virkar í raun. En mér finnst hins vegar blasa við að styrkja þurfi listir. Allt á Íslandi er með einum eða öðrum hætti ríkisstyrkt. Hér eru hvað, 45.000 ríkisstarfsmenn í fastri vinnu? Stjórnendur fyrirtækja fá kvíðakast í smá mótbyr og vilja fúlgur fjár úr ríkiskassanum. Á meðan er sett einhver hlægileg skiptimynt í það að tryggja að nokkrar skrifandi hræður geti helgað sig bókmenntunum á tungumáli sem er menningarauður á heimsvísu sem jafnast á við píramídana. Við erum bara svo heimóttarleg að við föttum það ekki. Felum tungumálið meira að segja fyrir ferðamönnum. Ég er giftur franskri konu – og þar njóta íslenskar bókmenntir ótrúlegra vinsælda. Fólk streymir hingað vegna kvikmynda, bóka og tónlistar.“ Gagnrýni á samtímann ekki lofgjörð til hins liðna Þú ert að lýsa fyrirbæri sem hlýtur að vera í andstöðu við sköpun eða list? „Heimurinn er fullur af mótsögnum!“ Hvar fórum við af veginum? „Veit svo sem ekki hvort við höfum nokkru sinni verið á réttri leið – fjarri mér að gylla fortíðina. Fólk gerir oft ráð fyrir því að maður sé haldinn fortíðarhyggju þegar maður gagnrýnir samtímann.“ Rétt. Um að gera að slá þennan varnagla. „Ég segi samt bara: Höfum gaman af lífinu, litlu skjálfandi kvíðahríslur. Lífsmóttóið er einfalt: Ást, forvitni, listir. Og þegar maður er yngri: Kynlíf, ferðalög, leit … Prófa hluti, ekki stirðna í skjádofa eða þægð við kröfur samtímans. Samtíminn er bara ímyndun. Það er mun nútímalegra að lesa bók en hanga á samfélagsmiðli. Blasir það ekki við?“ Jújú, en áður en við stirðnum í skjádofa og þægð við kröfur samtímans… þú ert svona öðrum þræði að lýsa hlutskipti nútíma rithöfundar sem Renaissance-manni? Eða hvert er annars hlutverk rithöfundar í nútímasamfélagi? „Kannski! En fólk verður að lesa. Mega hugsa upphátt og sjálfstætt án þess að því sé refsað fyrir það eða því útskúfað,“ segir Sverrir en tekur jafnframt fram að hann sé ekki þar með að tala fyrir því að skrúfað verði frá einhverjum hatursorðræðukrönum. Rithöfundurinn þarf að glíma við margar mótsagnir. Hann má ekki vera neinum háður en hvað er það að vera óháður?vísir/vilhelm „Rithöfundurinn er sá sem má hugsa sjálfstætt. Draumastaðan er að vera engum háður og til þess þarf hann að vera nógu áhugaverður til að fólk kaupi bækurnar hans. Og það sem er áhugavert er oft það sem allir eða margir eru að hugsa en fæstir hafa leyfi til að segja. En rithöfundurinn má það. Stundum er hann líka trúðurinn/fíflið, eins og allir listamenn…“ En mér sýnist reyndar að rithöfundar séu allt annað en nákvæmlega þetta sem þú lýsir. Og ég er að láta mér detta í hug að þar hafi þetta listalaunasystem sitthvað að segja? „Já, kannski – en ég get bara borið ábyrgð á sjálfum mér.“ Sverrir dagsins í dag skrifaði ekki bókina Eins og áður sagði var bókin í rúmt ár í smíðum. „Fyrsta uppkast kom hratt, ég man það ekki, á einhverjum dögum, kannski vikum, svo slípaði ég hana – meðfram öllum hinum dagsverkunum – já í um ár. Hún lá sem sagt tilbúin í hálft ár áður en hún kom út – sem er þægilegt. Það er mynd af mér á kápunni – en ég skrifaði hana ekki. Það gerði einhver annar maður sem tilheyrir fortíðinni. Ég held áfram inn í næstu sögu, næsta draum og bardaga.“ Sko, aðeins aftur að þessu hlutskipti rithöfundarins, að hann þurfi að mæðast í mörgu. Þú hefur farið í ýmis hlutverk svo sem að taka viðtöl við kollega þína og gagnrýna verk þeirra. Býður það ekki hættunni heim með hagsmunaárekstra? „Úti í hinum stóra heimi er mjög algengt að rithöfundar skrifi líka rýni, einkum í Bandaríkjunum. Annars er markmiðið hjá mér alltaf það sama: bara að reyna að innspírera og vekja áhuga. Ef ég gagnrýni bók þá reyni ég að gera svolítið sem mér finnst stundum skorta á. Að fjarlægja sjálfan mig úr jöfnunni – og leita að því sem er áhugavert ekki síður en göllunum.“ En ef þeir eru of „heiðarlegir“ eru þeir þá ekki sakaðir um að vilja snúa samkeppnina niður? „Ég vil ekki snúa samkeppnina niður. Ef kollegum mínum gengur vel gengur mér betur. Það er bara karma. Ég held með þeim. Áhugi á bókum er smitandi og þetta er ekki lokað mengi. Ég hef alveg upplifað þennan ótta í öðrum en svona er ég bara ekki. Tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að hampa því sem mér finnst gott og reyna að hefja aðra upp þegar ég hef tækifæri til.“ Gagnrýni hefur engin áhrif á Sverri En vilja rithöfundar ekki bara fá fjórar stjörnur plús, allt annað er ómarktæk gagnrýni? „Jú, kannski. En stundum má spyrja sig hvort ekki þurfi líka að gagnrýna gagnrýnina? Hún er oft hraðsoðin, flaustursleg, illa skrifuð, mjög stutt, neytendaráðgjöf frekar en marktæk skrif þar sem höfundurinn hefur hugsað af elju og dýpt um efni bókarinnar. Sorrí. Þannig er það bara. Auðvitað ekki við þá sem taka þetta að sér endalega að sakast, þetta er illa borgað og nýir pennar fá sjálfsagt litla tilsögn.“ Mér hefur sýnst að öll gagnrýni sem er undir fjórum stjörnum sé þess eðlis að hún sé ýmist ómarktæk, skrifuð af bitrum „bókmenntafræðingum“ og af illum hug? Óðaverðbólga í stjörnugjöf. Markaðsdeildir forlaganna höfðu betur og sannast sagna ekki mikil fyrirstaða. Sú er saga gagnrýni á Íslandi. „Það getur vel verið. Gagnrýni um mínar eigin bækur hefur engin áhrif á mig. Ég skrifaði bækurnar og veit manna best hvar mér tókst vel til og hverjir gallarnir eru. Eins og ég segi: Ég er bara kominn inn í næsta verkefni. En ég held að það hjálpi að ég hef fengið svo sterk viðbrögð frá lesendum á síðustu árum.“ Sverrir Norland segir algjört "nónó" að spyrja rithöfund hverjir gallarnir á verki hans séu.vísir/vilhelm Og hverjir eru gallarnir á þessari nýju sögu? „Aldrei biðja rithöfund um að benda á galla í eigin verkum. Eða ertu með rauðan penna?“ Þetta átti að vera svellhál spurning. Sko, það sem mér finnst athyglisvert meðal annars í bókinni er að þú hikar ekki við að nýta þér eigindir glæpasögunnar, sem hafa ekki verið hátt skrifaðar hér á landi á, eins og skáldið sagði? „Já, ég blanda smá saman formum. Undir er ráðgáta. Þó að þetta sé bara hefðbundin skáldsaga en áskorunin var að gera persónurnar nógu geðþekkar til að við gætum líka fyrirgefið þeim vafasamar gjörðir þeirra. Áskorunin var að halda flugi eftir að „afhjúpunin“ verður. En á þeim síðum er líka að finna kjarna bókarinnar. Og þetta er ekki hefðbundinn glæpasaga. En það var erfitt. Og ég nota líka endurlit sem er mjög krefjandi og vandmeðfarið. Ég held að ég hafi fundið ágætis jafnvægi í lokum.“ Notar aðferðir glæpasögunnar til að toga lesandann áfram Sverrir segir barnalegt að gera lítið úr glæpasögum. „Allar góðar sögur eru einhvers konar ráðgátur. Er slæmt að skrifa bækur sem fólk vill lesa? Ég held samt að hjá mér verða einhver kynslóðaskil – fínar bókmenntir, sorprit … Internetið hefur líka splundrað öllum svona skilum.“ Hrafn Jökulsson heitinn sagði einu sinni við mig að allar sögur væru glæpasögur. „Já, og mér finnst margt til í því.“ En, sem sagt, hámenning/lágmenning er ekki issjú lengur? „Haha, þetta eru svo stórar spurningar!“ Verðum við ekki að láta á manninn reyna? „Jú, endilega þjarma að manninum. Mér finnst allt í lagi að gera greinarmun á þessu. Og á list og afþreyingu til dæmis, eins og ég gerði í Stríði og klið. List hefur að markmiði að minna okkur á að við erum lifandi og er oft ekki gróðadrifin, þó að oft sé hún það líka, sérstaklega í dag. Afþreying hefur að markmiði að slökkva á heilum okkar í smá stund – hvíld – og má því ekki styggja okkur um of. Hún er líka oft framleidd af öflum sem vilja vissa vöru. Svo er hægt að flétta saman list og afþreyingu, að sjálfsögðu, til dæmis með því að skrifa bók sem fjallar um eitthvað sem erfitt er að færa í orð, einhvern sársauka, jafnvel sannleika um lífið, en notar brögð glæpasögunnar til að toga lesendur allt til enda bókarinnar.“ Thor hataði afþreyinguna Þú gerir sem sagt greinarmun á þessu tvennu? „Thor Vilhjálms, ömmubróðir minn, hataði afþreyingu. Það geri ég alls ekki. Ég vil hins vegar líka að áfram verði rými fyrir list, það sem er krefjandi, flókið, ruglingslegt, illskilgreinanlegt. Já, en sjálfsagt er ég að mestu afurð lágmenningar: spilaði bara tölvuleiki í æsku, las myndasögur, horfði á Hollywood-myndir, hlustaði á popptónlist ... En svona í alvöru talað, þá eru þessi hugtök farin að velkjast býsna mikið. „Þetta er eitthvað sem ég velti aldrei fyrir mér. Í rauninni.“ Nei, ók. Fyrir 30 árum gátu menn setið lengi á rökstólum og glímt við spurninguna hámenning/lágmenning ... örstutt. „Já, fínt að rökræða! Nú talar fólk um loftslagsbreytingar ... verða enn menn hérna á plánetunni að búa til list eftir hundrað ár? Þegar hafið súrnar og akrarnir skrælna … er það hámenning eða lágmenning? Ég elska bara góðar sögur - hryllingssögur, ævintýri – og hef ofnæmi fyrir rembingi, þeim sem tekur sig ofboðslega hátíðleg. „Þetta er hámenning!“ Besta listin hefur alltaf verið alþýðleg, bara fyrir fólk.“ Jú, en hver er þá staða rithöfundarins. Hvert er hans erindi? „Það verður hver og einn höfundur að eiga við sig. Mitt erindi er margþætt – eins og kemur vonandi fram í því sem ég segi. Mér finnst bókin ennþá vera dýpsta tjáningarformið. Þar er hægt að segja hluti sem rúmast illa á öðrum stöðum. Kvikmyndaformið er frábært en rúmar illa hugsun, að kafað sé djúpt – hleypir frekar af stað hugsunum, eins og gott ljóð …“ Um hvað fjallar næsta bók? „Það eru margar á teikniborðinu. En ég er svo opinn með þetta að ég slengi því bara fram þvert á ráðleggingar. Hemingway á að hafa sagt að aldrei eigi að ræða bækur á vinnslustigi við aðra – þá skrifi maður þær ekki. Ég er algjörlega á öndverðum meiði: Lít ekki svo stórt á sjálfan mig að álit og innsýn annarra gagnist ekki á ferðalaginu.“ Fínni blæbrigði í samskiptum karlmanna Og Sverrir veitir okkur vinsamlegast innsýn í það sem hann er að vinna í þessa dagana: „Vinnutitillinn er „Myrkranna börn“ og hún fjallar um dreng sem lagður er í einelti af hópi skólafélaga sinna. Hann er kominn af galdrakonu sem var myrt, ásamt börnum sínum, á 17. öld – og sagan segir að þau hafi magnað galdur sem verndað geti afkomendur hennar gegn „illu aðkasti“ um ókomna tíð. Með hjálp systur sinnar reynir strákurinn að magna galdurinn en er stöðvaður á elleftu stundu. Tuttugu og sjö árum síðar hefur hann löngu samið frið við fyrrum eineltisseggina (sem eru ekki vont fólk) en setur þá hefndargaldurinn óvænt af stað og getur ekki stöðvað hann. Og líkin taka að hrannast upp.“ Meðal þess sem Sverrir fjallar um í nýrri bók sinni eru fínni samskipti karlmanna, nokkuð sem hefði frekar mátt vænta frá kvenrithöfundi. Að sögn ritstjóra Sverris. Sem telur þá einkunn ekki laka.vísir/vilhelm Ef ég ætti að biðja þig um að skilgreina Klettinn, hvert yrði svarið? „Kletturinn: Meinarðu bókina sem bókmenntaverk eða tákngildi klettsins í sögunni?“ Ég er að meina bókina sjálfa. Ég átta mig á margræðni titilsins. „Haha. Ég gerði nú ráð fyrir því! Kletturinn er skáldsaga með spennuívafi og fjallar um siðferðilegar spurningar sem kannski er ekki hægt að svara. Eitthvað svona?“ Mjaaaaá. „Ritstjórinn minn sagði líka að honum þætti ég vera að skrifa um eitthvað sem undarlega fáir tækju fyrir – fínu blæbrigðin í samskiptum karlmanna, vina, feðga, þetta væru oftar en ekki þemu kvenhöfunda.“ Erfitt að flokka Klettinn Ég var nú kannski meira að velta því fyrir mér í hvaða hillu þú myndir setja hana? Fer hún við hliðina á Arnaldi eða Guðbergi í bókahilluna? „Fer hún ekki bara í S-ið? Hver er þar? Svava?“ En hún stenst sem sagt Bectel-prófið? „Það vona ég. Hef lesið allt eftir Alison Bechdel – Fun Home, Dykes to Watch Out For og hinar ævisögurnar. Mér finnst að alvöru höfundur búi til sínar eigin kategóríur – eða sitt eigið form – og eigi erfitt með að passa inn jafnvel. Stríð og kliður var þannig, ekki beint fræðibók en heldur ekki persónuleg „esseyja“ – og þessi skáldsaga er líka svoleiðis. Þetta er stundum óheppilegt þegar verið er að auglýsa verk eða tilnefna til verðlauna. En það er satt að sagan fjallar um vinina þrjá og sagan hverfist um þá. Og þeir eru með typpi, allir þrír.“ En bókin er sem sagt „skrímíng wóke“ þó hún fjalli um vináttu þriggja karlmanna. Hún er í raun um þriðju vaktina? „Hahaha, svolítið þannig. Embla kona Einars hugsar greinilega og talar um fleira en bara karlmenn. Sverrir hlær þegar hann er spurður hvort bók hans sé "skrímíng woke". Jújú, en hún er ekki bara woke.vísir/vilhelm Ég held samt að hún sé ekki bara woke. Eða ein fyrsta kveikjan að henni var allavega viðbrögð við því: Að minna á að við geymum öll bæði engil og djöful. Það verður ekki bara afhjúpun varðandi voðaatburðinn heldur líka hvað snertir persónuleika aðalpersónanna. Við getum verið svo dómhörð við aðra í dag. Og mig langaði að búa til persónur sem við getum auðveldlega dæmt en samt fundið til samúðar með.“ Ég held að það hafi tekist. „Ég finn að ég fer ósjálfrátt alltaf í andstöðu við það sem er samþykkt og þarf aðeins að passa mig á því. En held að það sé líka bara grunnstilling listamannsins að pota í það viðtekna, að ögra og hugsa út fyrir einhvern kassa. Eða skríða aftur inn í kassann þegar allir eru stignir þaðan út.“
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira