Einsdæmi í íslensku leikhúsi Íris Hauksdóttir skrifar 20. september 2023 15:01 Í fyrsta sinn í íslenskri leiklistarsögu eru þrjú verk sýnd samdægurs eftir sama höfund. Laugardagurinn 28. október verður merkilegur dagur í íslenskri leiklistarsögu. Þegar þrjú verk eftir sama höfund verða sýnd sama dag á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Um er að ræða verkin þrjú í hinum svokallaða Mayenburg þríleik, en það þriðja og síðasta, Ekki málið, verður frumsýnt nú á laugardag. Það er algjört einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu að þrjú verk, í fullri lengd, eftir sama höfund séu sýnd samdægurs. Verkið er partur af þríleik eftir Marius von Mayenburg en fyrri sýningarnar tvær þær Ellen B og Ex nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta leikári. Ilmur og Björn í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið Að þessu sinni leikstýrir höfundurinn sjálfur sýningunni en þau Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors fara með hlutverkin tvö. Eitursnjallt og áhrifaríkt Sagan segir frá Simone sem er rafeindavélfræðingur, hún er nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Við heimkomu færir hún eiginmanni sínum, Erik, gjöf en hann hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Þau Simone og Erik takast á í verkinu Ekki málið. Jorri/Þjóðleikhúsið Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið auk stakra sýninga á fyrri verkunum tveimur. Leikhús Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Um er að ræða verkin þrjú í hinum svokallaða Mayenburg þríleik, en það þriðja og síðasta, Ekki málið, verður frumsýnt nú á laugardag. Það er algjört einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu að þrjú verk, í fullri lengd, eftir sama höfund séu sýnd samdægurs. Verkið er partur af þríleik eftir Marius von Mayenburg en fyrri sýningarnar tvær þær Ellen B og Ex nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta leikári. Ilmur og Björn í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið Að þessu sinni leikstýrir höfundurinn sjálfur sýningunni en þau Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors fara með hlutverkin tvö. Eitursnjallt og áhrifaríkt Sagan segir frá Simone sem er rafeindavélfræðingur, hún er nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Við heimkomu færir hún eiginmanni sínum, Erik, gjöf en hann hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Þau Simone og Erik takast á í verkinu Ekki málið. Jorri/Þjóðleikhúsið Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið auk stakra sýninga á fyrri verkunum tveimur.
Leikhús Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira