„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 20:50 Reykjavík International Film Festival var fyrst haldin árið 2004. Vísir/Einar Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“ RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“
RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira