Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 16:20 Lilja Alfreðsdóttir ráðherra birti þessa mynd frá heimsókn ríkisstjórnarinnar í Mjóafjörð þann 1. september síðastliðinn. Lilja Dögg Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta. Hættustig almannavarna er á Austurlandi vegna mikillar úrkomu. Svæði sem inniheldur á fjórða tug húsa á Seyðisfirði var rýmt í gær. Áfram hellirignir. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, segir í samtali við Austurfrétt að heimafólk í firðinum sé afslappað þrátt fyrir lokun. Á meðan Mjóafjarðarheiði er lokuð kemst enginn akandi til eða frá Mjóafirði. Aurskriður urðu á Seyðisfirði í desember fyrir tæpum þremur árum. Nú er hættustig um miðjan september. Sigfús segir miklar haustrigningar í september ekki óþekktar. „Pabbi gamli átti afmæli 20. september og ég man ekki betur en það hafi verið einhver svona djöfullinn í gangi oftar en ekki á þeim tíma. Ekki bara rigningar heldur krapahríð og allur fjandinn þannig að þetta er ekki merkilegt svona til lengri tíma litið,“ segir Sigfús við Austurfrétt. „Svona nokkuð getur komið á öllum árstíma hvar sem er. Mér var sagt frá því að árið 1946 hafi grafið undan íbúðarhúsi hér hinu megin við fjörðinn vegna rigninga. Kerlingin á bænum fór niður í kjallara og leysti kýrnar frá til að bjarga þeim og þetta var um miðjan ágústmánuð.“ Múlaþing Veður Samgöngur Tengdar fréttir Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44 Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19 Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Hættustig almannavarna er á Austurlandi vegna mikillar úrkomu. Svæði sem inniheldur á fjórða tug húsa á Seyðisfirði var rýmt í gær. Áfram hellirignir. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, segir í samtali við Austurfrétt að heimafólk í firðinum sé afslappað þrátt fyrir lokun. Á meðan Mjóafjarðarheiði er lokuð kemst enginn akandi til eða frá Mjóafirði. Aurskriður urðu á Seyðisfirði í desember fyrir tæpum þremur árum. Nú er hættustig um miðjan september. Sigfús segir miklar haustrigningar í september ekki óþekktar. „Pabbi gamli átti afmæli 20. september og ég man ekki betur en það hafi verið einhver svona djöfullinn í gangi oftar en ekki á þeim tíma. Ekki bara rigningar heldur krapahríð og allur fjandinn þannig að þetta er ekki merkilegt svona til lengri tíma litið,“ segir Sigfús við Austurfrétt. „Svona nokkuð getur komið á öllum árstíma hvar sem er. Mér var sagt frá því að árið 1946 hafi grafið undan íbúðarhúsi hér hinu megin við fjörðinn vegna rigninga. Kerlingin á bænum fór niður í kjallara og leysti kýrnar frá til að bjarga þeim og þetta var um miðjan ágústmánuð.“
Múlaþing Veður Samgöngur Tengdar fréttir Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44 Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19 Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44
Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19
Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53