Lífið

Stigamet slegið í Kviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Afturelding mætti Blikum í 16-liða úrslitunum á laugardaginn.
Afturelding mætti Blikum í 16-liða úrslitunum á laugardaginn.

Afturelding hóf titilvörn sína í Kviss á laugardagskvöldið þegar liðið mætti Blikum.

Söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir og Guðrún Ýr Eyfjörð voru mættar í lið Aftureldingar en í liði Blika voru þær Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona, og Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona.

Það er skemmst frá því að segja að viðureignin var ekkert sérstaklega spennandi og annað liðið fór hreinlega á kostum.

Það gekk það vel að liðið endaði með fjörutíu stig og sló stigamet í Kviss eins og sjá má hér að neðan.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð+. Ef þú vilt ekki vita hvaða lið vann ættir þú ekki horfa á myndbrotið hér að neðan.

Klippa: Stigamet slegið í Kviss





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.