Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 10:30 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani, eigandi PSG og emír Katar. Getty Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar. Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira