„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2023 17:17 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. „Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15