Nærri allt liðið missti af fluginu vegna kaffibolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 23:01 Ekki kemur fram hvaða leikmenn misstu af fluginu. Gabriel Jimenez Lorenzo/Getty Images Leikur Sevilla og Las Palmas í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu á Spáni, var tímabundið í hættu eftir að nærri allt lið Las Palmas ákvað að fá sér kaffibolla á flugvellinum áður en flogið var til Andalúsíu. Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira