Taugaveiklaður ræningi, sjoppuverur og fleiri keppa um bestu stuttmyndina Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 00:04 Karitas Lotta Tulinius leikur í Sjoppu eftir Ísak Hinriksson. RIFF Tíu nýjar íslenskar stuttmyndir keppa um verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á RIFF í ár. Meðal keppenda eru bæði nýir og reyndir leikstjórar. Sigurmyndin verður sýnd á Rúv og hlýtur leikstjóri hennar 300 þúsunda gjafabréf hjá Trickshot. Stuttmyndirnar verða sýndar í tveimur hlutum, fimm stuttmyndir í hvorum hluta, og munu sýningarnar fara fram í Háskólabíói. Fyrri hlutinn verður sýndur þann 30. september og sá seinni þann 1. október. Dómnefnd skipa Marek Hovorka, stofnandi alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar Ji.hlava, Tatiana Hallgrímsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik Edition og Búi Dam, leikstjóri og leikari. RÚV og Trickshot munu veita verðlaun fyrir bestu stuttmyndina sem tilkynnt verður á lokahófi RIFF þann 7. október. RÚV mun kaupa stuttmyndina til sýningar og Trickshot mun veita sigurvegara 300 þúsund króna gjafabréf. Myndirnar tíu eru eftirfarandi: Sjoppa, taugaveiklaður ræningi og dularfullur miði Fyrri stuttmyndirnar fimm verða sýndar þann 30. september í Háskólabíói og kennir þar ýmissa grasa. Allar myndirnar verða heimsfrumsýndar á hátíðinni. Stages / Sorgarstig - Hörður Freyr Brynjarsson, Stroud Rohde Pearce Hópur hæfileikaríkra tónlistarmanna hittist í kjölfar föðurmissis í yfirgefinni rafstöð til að spinna saman. Með hjálp tónlistarinnar takast þeir á við hin ýmsu stig sorgarinnar og nota tónlistina til að tjá tilfinningar sínar. Moon Pie Vanilla - Erlendur SveinssonTaugaveiklaður ræningi kemur í afskekkta sjoppu með það í huga að ræna hana, en lendir í óþægilegum aðstæðum þegar hann áttar sig á því að hann er ekki sá eini í þeim erindagjörðum. Together / Sjoppa - Ísak Hinriksson Maður gengur inn í sjoppu og hittir stelpu. Einlæg saga frá Ísak Hinrikssyni sem hefur áður gefið út stuttmyndirnar Skeljar (2017) og Afsakið (2018). Allt um kring er persónuleg stuttmynd um missi og „hina eilífu von um að hittast aftur“.RIFF All Around / Allt um kring - Birna Ketilsdóttir Schram Katharina gengur frá hlutum ömmu sinnar eftir að hún deyr og upplifir minningar og leitar að nærveru hennar allt um kring. Persónuleg stuttmynd um missi og hina eilífu von um að hittast aftur. Bookswapping (Late summer in Reykjavík) / Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík) - Bergur Árnason Niðurdreginn rithöfundur rekst á dularfullan miða í bók sem hún finnur í almenningsgarðinum í hverfinu. Hún byrjar að skrifa skilaboð til baka og með henni og hinum ókunnuga miðahöfundi þróast óvenjulegt samband. Seinni sýning: 1. október í Háskólabíói Sorrow Eats the Heart / Sorg étur hjarta - Haukur Hallsson Eftir átakanleg sambandsslit við kærustuna fer leiklistarneminn Angantýr í gegnum ýmis sorgarstig á meðan hann undirbýr sig fyrir lokaverkefnið á önninni. Haukur Hallsson hefur áður sent frá sér myndirnar MÍR: Hundred Years of Revolution (2020) og Koreny (2016) That Time at the Beach / Strandglöp / Huller i Sandet - Oddur S. Hilmarsson Leifur, maður sem þjáist af dularfullum ótta við sjóinn og bældum minningum um einelti, býður fyrrum kvalara sínum birginn á bekkjarmóti í tilraun til að afhjúpa sannleikann, finna frið og kannski skilja hvað gerðist í fortíðinni. Strandglöp fjalla um Leif sem þjáist af dularfullum ótta við sjóinn.RIFF Primal Instinct / Frumeðli - Brynja Valdís Gísladóttir Sara er einhleyp, einmana og rótlaus blaðakona á miðjum aldri, sannfærð um að barn sé svarið við tómleikanum. Hún er að komast úr barneign en lífið er aldrei bara einfalt. Nature Bonds / Náttúrubönd - Sven Peetoom, Gríma Irmudóttir, Jonathan Damborg Náttúrubönd er ljóðræn rannsókn á breyttu sambandi okkar við íslenska náttúru og landslag. Við fylgjumst með fjórum einstaklingum; aktívista, dansara, vísindamanni og líffræðingi á ferðalagi um náttúruna. Þeir harma missi hinnar deyjandi fegurðar náttúrunnar og sinnar eigin tengingar við hana. Vestige / Ummerki - Joe SimmonsUngur drengur leitar svara eftir að pabbi hans týnist á sjó. Þegar hann finnur undarlegan steingerving á ströndinni í Yorkshire, telur drengurinn sig hafa uppgötvað hluta af ráðgátunni. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stuttmyndirnar verða sýndar í tveimur hlutum, fimm stuttmyndir í hvorum hluta, og munu sýningarnar fara fram í Háskólabíói. Fyrri hlutinn verður sýndur þann 30. september og sá seinni þann 1. október. Dómnefnd skipa Marek Hovorka, stofnandi alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar Ji.hlava, Tatiana Hallgrímsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik Edition og Búi Dam, leikstjóri og leikari. RÚV og Trickshot munu veita verðlaun fyrir bestu stuttmyndina sem tilkynnt verður á lokahófi RIFF þann 7. október. RÚV mun kaupa stuttmyndina til sýningar og Trickshot mun veita sigurvegara 300 þúsund króna gjafabréf. Myndirnar tíu eru eftirfarandi: Sjoppa, taugaveiklaður ræningi og dularfullur miði Fyrri stuttmyndirnar fimm verða sýndar þann 30. september í Háskólabíói og kennir þar ýmissa grasa. Allar myndirnar verða heimsfrumsýndar á hátíðinni. Stages / Sorgarstig - Hörður Freyr Brynjarsson, Stroud Rohde Pearce Hópur hæfileikaríkra tónlistarmanna hittist í kjölfar föðurmissis í yfirgefinni rafstöð til að spinna saman. Með hjálp tónlistarinnar takast þeir á við hin ýmsu stig sorgarinnar og nota tónlistina til að tjá tilfinningar sínar. Moon Pie Vanilla - Erlendur SveinssonTaugaveiklaður ræningi kemur í afskekkta sjoppu með það í huga að ræna hana, en lendir í óþægilegum aðstæðum þegar hann áttar sig á því að hann er ekki sá eini í þeim erindagjörðum. Together / Sjoppa - Ísak Hinriksson Maður gengur inn í sjoppu og hittir stelpu. Einlæg saga frá Ísak Hinrikssyni sem hefur áður gefið út stuttmyndirnar Skeljar (2017) og Afsakið (2018). Allt um kring er persónuleg stuttmynd um missi og „hina eilífu von um að hittast aftur“.RIFF All Around / Allt um kring - Birna Ketilsdóttir Schram Katharina gengur frá hlutum ömmu sinnar eftir að hún deyr og upplifir minningar og leitar að nærveru hennar allt um kring. Persónuleg stuttmynd um missi og hina eilífu von um að hittast aftur. Bookswapping (Late summer in Reykjavík) / Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík) - Bergur Árnason Niðurdreginn rithöfundur rekst á dularfullan miða í bók sem hún finnur í almenningsgarðinum í hverfinu. Hún byrjar að skrifa skilaboð til baka og með henni og hinum ókunnuga miðahöfundi þróast óvenjulegt samband. Seinni sýning: 1. október í Háskólabíói Sorrow Eats the Heart / Sorg étur hjarta - Haukur Hallsson Eftir átakanleg sambandsslit við kærustuna fer leiklistarneminn Angantýr í gegnum ýmis sorgarstig á meðan hann undirbýr sig fyrir lokaverkefnið á önninni. Haukur Hallsson hefur áður sent frá sér myndirnar MÍR: Hundred Years of Revolution (2020) og Koreny (2016) That Time at the Beach / Strandglöp / Huller i Sandet - Oddur S. Hilmarsson Leifur, maður sem þjáist af dularfullum ótta við sjóinn og bældum minningum um einelti, býður fyrrum kvalara sínum birginn á bekkjarmóti í tilraun til að afhjúpa sannleikann, finna frið og kannski skilja hvað gerðist í fortíðinni. Strandglöp fjalla um Leif sem þjáist af dularfullum ótta við sjóinn.RIFF Primal Instinct / Frumeðli - Brynja Valdís Gísladóttir Sara er einhleyp, einmana og rótlaus blaðakona á miðjum aldri, sannfærð um að barn sé svarið við tómleikanum. Hún er að komast úr barneign en lífið er aldrei bara einfalt. Nature Bonds / Náttúrubönd - Sven Peetoom, Gríma Irmudóttir, Jonathan Damborg Náttúrubönd er ljóðræn rannsókn á breyttu sambandi okkar við íslenska náttúru og landslag. Við fylgjumst með fjórum einstaklingum; aktívista, dansara, vísindamanni og líffræðingi á ferðalagi um náttúruna. Þeir harma missi hinnar deyjandi fegurðar náttúrunnar og sinnar eigin tengingar við hana. Vestige / Ummerki - Joe SimmonsUngur drengur leitar svara eftir að pabbi hans týnist á sjó. Þegar hann finnur undarlegan steingerving á ströndinni í Yorkshire, telur drengurinn sig hafa uppgötvað hluta af ráðgátunni.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira