Það er ítalski miðillinn Gazette sem greinir frá málinu. Þar segir að Ronaldo hafi nú þegar rætt við saksóknaraembættið í Turin og að Ronaldo hafi tekið ákvörðunina um að leita réttar síns eftir það.
Samkvæmt umfjöllun Gazette um málið á Ronaldo inni 19,9 milljónir evra í laun hjá ítalska stórveldinu, sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. Juventus greiddi ekki út umsamin laun í kórónuveirufaraldrinum til að reyna að bjarga fjárhagi félagsins.
Cristiano Ronaldo has decided to take legal action against his former club Juventus, to recover his €19.9 million euros in salary during the covid period.
— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2023
[Gazetta] pic.twitter.com/aSCGvcNqir
Ronaldo er ekki eini fyrrum leikmaður Juventus sem stendur í málaferlum við félagið þessa dagana. Leonardo Bonucci, sem á sínum tíma lék yfir 500 leiki fyrir félagið, ætlar einnig að leita réttar sína fyrir meðhöndlunina sem hann fékk frá Juventus í sumar.
Bonucci var þát látinn æfa einn og fékk ekki aðgang að öllu starfsliði og æfingasvæði félagsins á meðan Juventus leitaði leiða til að koma honum frá félaginu. Bonucci gekk að lokum í raðir Union Berlin í Þýskalandi á lokadegi félagsskiptagluggans.