Búa í gömlum olíutanki á Rifi með stórglæsilegu útsýni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2023 08:05 Olíutankurinn er einstaklega fallegur og á skemmtilegum stað á Rifi hjá þeim Þóri og Hildigunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau eru ánægð hjónin á Rifi í Snæfellsbæ, sem búa þar í gömlu olíutanki með stórkostlegt útsýni úr tankinum á Snæfellsjökul og út á sjó. Í gömlum Olíutanki frá Skeljungi búa þau Þórir Gunnarsson, matreiðslumaður og Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt. Þau eru alsæl í íbúðarhúsi sínu í tankinum. „Þetta er flottasta staðsetning, sem til er. Ég held allavega á Íslandi og jafnvel á jörðinni. Við héldum reyndar fyrst að við yrðum alltaf glápandi á Snæfellsjökul því við höfum bæði haldið mikið upp á hann en það er sjórinn sem heillar algjörlega, hann er alveg síbreytilegt listaverk,” segir Hildigunnur. Olíutankurinn kom á Rif upp úr 1960 og þjónaði meðal annars hafnarsvæðinu. Neðri hæðin hjá Þóri og Hildigunni er rétt tæpir 100 fermetrar og efri hæðin er um 80 fermetrar. En hvernig er að búa í olíutanki? „Dásamlegt, algjör draumur,” segir Þórir og Hildigunnur bættir við. „Húsið inn í tankinum stendur á fjórum stálsúlum og hangir svo í tankinum og þá er ekki hægt að nota sömu byggingarefni og maður notar í venjulegu timburhúsi eða steinhúsi.” „Maður er ekki heldur sendur út í horn, þú ert ekki hornreka hér,” segir Þórir skellihlæjandi. HildiGunnur og Þórir eru svo stolt og ánægð með það að búa í olíutanknum. Bæði segja þau að útsýnið sér stórkostlegt úr tanknum en að það sé sjórinn sem heilli allra mest þó það sé alltaf líka gaman að horfa til Snæfellsjökuls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sjáið þið framtíð ykkar hérna í olíutanknum? „Að búa hér á meðan við getum gengið stiga svo verðum við bara að meta stöðuna. Það er ekkert mál að setja lyftu í tankinn”, segir Þórir. En hvað er best við Snæfellsbæ? „Fólkið, náttúran, jökulinn og sjórinn,” segir þau bæði alveg samtaka. Mögnuð hjón á Rifi í Snæfellsbæ í olíutanknum. Svo hress og skemmtileg og alltaf brosandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Hús og heimili Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Í gömlum Olíutanki frá Skeljungi búa þau Þórir Gunnarsson, matreiðslumaður og Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt. Þau eru alsæl í íbúðarhúsi sínu í tankinum. „Þetta er flottasta staðsetning, sem til er. Ég held allavega á Íslandi og jafnvel á jörðinni. Við héldum reyndar fyrst að við yrðum alltaf glápandi á Snæfellsjökul því við höfum bæði haldið mikið upp á hann en það er sjórinn sem heillar algjörlega, hann er alveg síbreytilegt listaverk,” segir Hildigunnur. Olíutankurinn kom á Rif upp úr 1960 og þjónaði meðal annars hafnarsvæðinu. Neðri hæðin hjá Þóri og Hildigunni er rétt tæpir 100 fermetrar og efri hæðin er um 80 fermetrar. En hvernig er að búa í olíutanki? „Dásamlegt, algjör draumur,” segir Þórir og Hildigunnur bættir við. „Húsið inn í tankinum stendur á fjórum stálsúlum og hangir svo í tankinum og þá er ekki hægt að nota sömu byggingarefni og maður notar í venjulegu timburhúsi eða steinhúsi.” „Maður er ekki heldur sendur út í horn, þú ert ekki hornreka hér,” segir Þórir skellihlæjandi. HildiGunnur og Þórir eru svo stolt og ánægð með það að búa í olíutanknum. Bæði segja þau að útsýnið sér stórkostlegt úr tanknum en að það sé sjórinn sem heilli allra mest þó það sé alltaf líka gaman að horfa til Snæfellsjökuls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sjáið þið framtíð ykkar hérna í olíutanknum? „Að búa hér á meðan við getum gengið stiga svo verðum við bara að meta stöðuna. Það er ekkert mál að setja lyftu í tankinn”, segir Þórir. En hvað er best við Snæfellsbæ? „Fólkið, náttúran, jökulinn og sjórinn,” segir þau bæði alveg samtaka. Mögnuð hjón á Rifi í Snæfellsbæ í olíutanknum. Svo hress og skemmtileg og alltaf brosandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Hús og heimili Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira