Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 17:31 Þær Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina gefa ekki kost á sér í næsta verkefni Spánar. Maddie Meyer/Getty Images Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins. Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari. Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu. Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM. #SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023 Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu. Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins. Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari. Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu. Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM. #SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023 Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu. Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira