Brighton batt enda á góðan árangur Man United á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 15:55 Danny Welbeck kann vel við sig á Old Trafford. Matthew Peters/Getty Images Fyrir leik dagsins á Old Trafford hafði Manchester United leikið 31 leik án þessa að bíða ósigurs á heimavelli. Brighton & Hove Albion gat vart verið minna sama um þann árangur en gestirnir hrósuðu 3-1 sigri í stórskemmtilegum leik. Heimamenn í Man United hófu leikinn af miklum krafti en nýju mennirnir Sergio Reguilón og Rasmus Højlund voru báðir í byrjunarliðinu. Roberto De Zerbi gerði alls sex breytingar á byrjunarliði Brighton sem lagði Newcastle United í síðasta leik liðsins áður en landsleikjahléið gekk í garð. Þrátt fyrir góða byrjun Man Utd þá voru það gestirnir sem komust yfir á 20. mínútu leiksins. Gamli United-maðurinn Danny Welbeck skoraði þá með skoti úr teignum eftir góðan undirbúning Simon Adingra á hægri vængnum. Adam Lallana spilaði líka stóra rullu en hann lét sendingu Adingra fara á milli fóta sinna og þannig endaði boltinn hjá Welbeck. Danny Welbeck reintroduces himself to Old Trafford pic.twitter.com/HlLM2l2NOA— B/R Football (@brfootball) September 16, 2023 Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna og átti Marcus Rashford meðal annars skot sem endaði í samskeytunum eftir að hafa farið af varnarmanni. Þá hélt Rashford að hann hefði lagt upp jöfnunarmark Man Utd þegar Højlund kom boltanum í netið þegar fyrri hálfleik var við það að ljúka. Boltinn hafði hins vegar farið út af og markið stóð því ekki, staðan 0-1 í hálfleik. Heimamenn hófu síðari hálfleik einnig af krafti en aftur voru það gestirnir sem skiluðu boltanum í netið. Pascal Groß skoraði þá af mikilli yfirvegun eftir ömurlega varnarvinnu heimamanna. Pascal Gross Premier League record vs. Manchester United: 11 games 7 goals 2 assistsOn fire. pic.twitter.com/muDA4AMd9P— Statman Dave (@StatmanDave) September 16, 2023 Groß elskar að spila við Man United en hann hefur skorað 7 mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað gegn félaginu. Varamaðurinn João Pedro gekk svo frá leiknum með marki á 71. mínútu. Hannibal Mejbri, annar varamaður, minnkaði muninn fyrir Man United aðeins tveimur mínútum síðar en það var of lítið sem og of seint. A first-ever @PremierLeague goal for @HannibalMejbri #MUFC || #MUNBHA pic.twitter.com/0CxYaTHmtx— Manchester United (@ManUtd) September 16, 2023 Heimamönnum tókst ekki að gera leikinn spennandi þrátt fyrir að vera mikið með boltann undir lok leiks. Ef eitthvað þá voru gestirnir líklegri til að bæta við. Lokatölur á Old Trafford 1-3, fjórðir sigur Brighton á Man United í röð og vandræði heimamanna halda áfram. Liðið er sem stendur með aðeins sex stig að loknum fimm leikjum á meðan Brighton er með 12 stig í 2. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Fyrir leik dagsins á Old Trafford hafði Manchester United leikið 31 leik án þessa að bíða ósigurs á heimavelli. Brighton & Hove Albion gat vart verið minna sama um þann árangur en gestirnir hrósuðu 3-1 sigri í stórskemmtilegum leik. Heimamenn í Man United hófu leikinn af miklum krafti en nýju mennirnir Sergio Reguilón og Rasmus Højlund voru báðir í byrjunarliðinu. Roberto De Zerbi gerði alls sex breytingar á byrjunarliði Brighton sem lagði Newcastle United í síðasta leik liðsins áður en landsleikjahléið gekk í garð. Þrátt fyrir góða byrjun Man Utd þá voru það gestirnir sem komust yfir á 20. mínútu leiksins. Gamli United-maðurinn Danny Welbeck skoraði þá með skoti úr teignum eftir góðan undirbúning Simon Adingra á hægri vængnum. Adam Lallana spilaði líka stóra rullu en hann lét sendingu Adingra fara á milli fóta sinna og þannig endaði boltinn hjá Welbeck. Danny Welbeck reintroduces himself to Old Trafford pic.twitter.com/HlLM2l2NOA— B/R Football (@brfootball) September 16, 2023 Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna og átti Marcus Rashford meðal annars skot sem endaði í samskeytunum eftir að hafa farið af varnarmanni. Þá hélt Rashford að hann hefði lagt upp jöfnunarmark Man Utd þegar Højlund kom boltanum í netið þegar fyrri hálfleik var við það að ljúka. Boltinn hafði hins vegar farið út af og markið stóð því ekki, staðan 0-1 í hálfleik. Heimamenn hófu síðari hálfleik einnig af krafti en aftur voru það gestirnir sem skiluðu boltanum í netið. Pascal Groß skoraði þá af mikilli yfirvegun eftir ömurlega varnarvinnu heimamanna. Pascal Gross Premier League record vs. Manchester United: 11 games 7 goals 2 assistsOn fire. pic.twitter.com/muDA4AMd9P— Statman Dave (@StatmanDave) September 16, 2023 Groß elskar að spila við Man United en hann hefur skorað 7 mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað gegn félaginu. Varamaðurinn João Pedro gekk svo frá leiknum með marki á 71. mínútu. Hannibal Mejbri, annar varamaður, minnkaði muninn fyrir Man United aðeins tveimur mínútum síðar en það var of lítið sem og of seint. A first-ever @PremierLeague goal for @HannibalMejbri #MUFC || #MUNBHA pic.twitter.com/0CxYaTHmtx— Manchester United (@ManUtd) September 16, 2023 Heimamönnum tókst ekki að gera leikinn spennandi þrátt fyrir að vera mikið með boltann undir lok leiks. Ef eitthvað þá voru gestirnir líklegri til að bæta við. Lokatölur á Old Trafford 1-3, fjórðir sigur Brighton á Man United í röð og vandræði heimamanna halda áfram. Liðið er sem stendur með aðeins sex stig að loknum fimm leikjum á meðan Brighton er með 12 stig í 2. sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti