„Fengum framlag frá þeim sem komu inn á sem skipti miklu máli“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. september 2023 21:36 Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu átta marka sigur gegn Stjörnunni 27-19. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við svara síðasta leik vel. Við lögðum upp með að nýta það sem við erum góðir í og það er að spila góða vörn og það var það sem við gerðum. Við fengum á okkur tíu mörk í fyrri og níu mörk í seinni hálfleik.“ „Við ætluðum að spila betri vörn og leyfa þessu að fljóta sóknarlega. Síðan var þetta hugarfarslegt sem klikkaði gegn HK. Við vorum ekki tilbúnir en við vorum tilbúnir í dag og ég var ánægður með það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu seinni hálfleik töluvert betur og komust fjörum mörkum yfir. Varnarleikur Hauka var góður og það tók Stjörnuna sex mínútur að skora. „Þetta var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera þéttir og agaðir í okkar aðgerðum. Aron Rafn var síðan frábær og við nýttum okkur það með því að keyra á þá. Við náðum frumkvæðinu í 14-10 og sem betur fer héldum við því út leikinn.“ Stjarnan jafnaði í 15-15 og Ásgeir var ánægður með hvernig Haukar svöruðu með öðru áhlaupi sem kláraði leikinn. „Ég var ánægður með það. Ég held að við áttum meira inni þar sem við vorum að rúlla meira á liðinu. Mér fannst við fá frábært framlag frá þeim sem komu inn á og það skipti ótrúlega miklu máli fyrir okkur.“ Það kom sérstakur kafli í síðari hálfleik þar sem staðan var eins í tæpar fimm mínútur. Bæði Ásgeir og Patrekur tóku leikhlé en Haukar duttu síðan í gang. „Patrekur tók fyrst leikhlé. Síðan komu þrjár sóknir og þá tók ég leikhlé en á þeim tíma vorum við að spila okkur í góð færi en klikka á dauðafærum og það var bara spurning um að koma boltanum inn og ég hafði þá tilfiningu að ef við kæmust í 22-17 þá væri þetta komið sem var raunin,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Sjá meira
„Mér fannst við svara síðasta leik vel. Við lögðum upp með að nýta það sem við erum góðir í og það er að spila góða vörn og það var það sem við gerðum. Við fengum á okkur tíu mörk í fyrri og níu mörk í seinni hálfleik.“ „Við ætluðum að spila betri vörn og leyfa þessu að fljóta sóknarlega. Síðan var þetta hugarfarslegt sem klikkaði gegn HK. Við vorum ekki tilbúnir en við vorum tilbúnir í dag og ég var ánægður með það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu seinni hálfleik töluvert betur og komust fjörum mörkum yfir. Varnarleikur Hauka var góður og það tók Stjörnuna sex mínútur að skora. „Þetta var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera þéttir og agaðir í okkar aðgerðum. Aron Rafn var síðan frábær og við nýttum okkur það með því að keyra á þá. Við náðum frumkvæðinu í 14-10 og sem betur fer héldum við því út leikinn.“ Stjarnan jafnaði í 15-15 og Ásgeir var ánægður með hvernig Haukar svöruðu með öðru áhlaupi sem kláraði leikinn. „Ég var ánægður með það. Ég held að við áttum meira inni þar sem við vorum að rúlla meira á liðinu. Mér fannst við fá frábært framlag frá þeim sem komu inn á og það skipti ótrúlega miklu máli fyrir okkur.“ Það kom sérstakur kafli í síðari hálfleik þar sem staðan var eins í tæpar fimm mínútur. Bæði Ásgeir og Patrekur tóku leikhlé en Haukar duttu síðan í gang. „Patrekur tók fyrst leikhlé. Síðan komu þrjár sóknir og þá tók ég leikhlé en á þeim tíma vorum við að spila okkur í góð færi en klikka á dauðafærum og það var bara spurning um að koma boltanum inn og ég hafði þá tilfiningu að ef við kæmust í 22-17 þá væri þetta komið sem var raunin,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti