Lítið fyrir að svæpa, meira í að detta um fólk á dansgólfinu Íris Hauksdóttir skrifar 19. september 2023 20:04 Sigríður Ásta Olgeirsson er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðinum Einhleypan. aðsend Sigríður Ásta Olgeirsdóttir söng og leikkona elskar hasar, haust og smalamennsku. Hún lýsir sjálfri sér sem ævintýragjarnri og tilfinningaríkri. Hugrekki og opinn hugur eru meðal þeirra persónueinkenna sem heilli hana mest. Söngkonan Marlene Dietrich á hug og hjarta Sigríðar Ástu um þessar mundir en hún er í óða önn að undirbúa einleik byggðan á ævi og tónlist hennar. Sigríður Ásta er sjálfstætt starfandi leikkona og kennir sömuleiðis klassískan söng við Söngskólann í Reykjavík. Hún segir vinnuna sitt helsta áhugamál. Sigríði Ástu er margt til lista lagt.aðsend Spurð hvernig draumastefnumótið væri segir hún það mætti vera í anda Bachelor þar sem fjórhjól á fjalli eða fallhlífarstökk kæmi við sögu. Hér að neðan svarar Sigríður Ásta spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? „Ég er fædd árið 1994 sem gerir mig 29 ára.“ Starf? „Sjálfstætt starfandi leikari og söngvari og kennari við Söngskólann í Reykjavík.“ Áhugamál? „Mér finnst náttúrulega lang skemmtilegast að vinna vinnuna mína, en þegar ég er ekki að vinna fæ ég útrás í að skrifa bæði prósa og ljóð og mála. Svo dýrka ég að vera úti og ég reyni eins og ég get að fara á hestbak á sumrin og taka þátt í smalamennsku á haustin. Ég er líka sökker fyrir allskonar hasar eins og lazer-tag og ratleikjum og svoleiðis.“ Sigríður Ásta þroskaðist snemma en hún flutti ung að heiman. Þrátt fyrir það er hún alltaf spurð um skilríki í ÁTVR.aðsend Gælunafn eða hliðarsjálf? „Þau eru nokkur, en bara on a need to know basis.“ Aldur í anda? „Ég flutti að heiman, til Reykjavíkur, 16 ára. Þá breyttist svo mikið í lífi mínu að mér finnst ég eiginlega ekki hafa elst neitt mikið meira eftir það. Enda er ég alltaf spurð um skilríki í ríkinu.“ Menntun? „BA próf í leiklist og búin að læra voðalega mikinn söng.“ Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Úr sveit í borg. Catchy, ég veit.“ Guilty pleasure kvikmynd? „Eurovision myndin. Finnst lögin líka óþægilega góð.“ Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? „Ji, já, ég þekki manninn ekki neitt en ég var mjög skotin í Audda Blö þegar ég var unglingur.“ Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? „Nei, en ég skamma sjálfa mig óspart í annarri persónu.“ Syngur þú í sturtu? „Ef ég er ein heima þá blasta ég alveg óperuaríurnar en ef einhver er heima þá reyni ég að hemja mig og raula kannski lítið dægurlag í mesta lagi.“ Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? „Get ekki sagt að ég eigi mér uppáhalds app, er reyndar með app sem heitir Fast Scanner og það er frekar næs ef maður þarf að skanna skjöl.“ Ertu á stefnumótaforritum? „Ég er með tinder-aðgang sem ég man eftir á sirka þriggja mánaða fresti. Er alls ekki góð í að swipe-a, er meira fyrir að detta um fólk á dansgólfinu.“ Sigríður Ásta lýsir sér sem skrítinni en samviskusamri.aðsend Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? „Ævintýragjörn, tilfinningarík og hvatvís.“ Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Út um allt, skrítin og samviskusöm.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? „Einlægni, „doers“, lífsgleði, að sjá kómík í aðstæðum, flæði, opinn hugur og hugrekki.“ En óheillandi? „Ég get ekki neikvæðni og svartsýni.“ Hvaða dýr værir þú? „Ugla.“ Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? „Akkúrat núna er ég með Marlene Dietrich á heilanum því ég er að vinna verk um hana og það væri frábært að ná góðu spjalli við hana. Svo er ég með girl-crush á dönsku leikkonuna Sidse Babett Knudsen þannig henni væri klárlega boðið og svo myndi ég bjóða Jessicu Lange, leikkonu, því hún er með frekar villta orku sem ég held að myndi passa vel í þennan epíska hóp.“ Sigríður Ásta flaggar öllum sínum hæfileikum. aðsend Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? „Ég er svo athyglissjúk að ég reyni að flagga öllum mínum hæfileikum eins mikið og ég get. Þá er líka alltaf séns að ég fái vinnu við það.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika á móti góðum leikara eða að vinna músík með öðrum góðum músíköntum. Það er svo fáránlega magnað og gaman að vera í flæði með öðru listafólki.“ Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Skattaskýrslan. Á frekar erfitt með hana.“ Ertu A eða B týpa? „Klárlega B en ég er alltaf að þykjast vera A samt. Finnst frekar nett að vakna á undan öllum öðrum, vera búin að fara út að skokka og hella upp á kaffi þegar heimurinn vaknar. Það heppnast samt ekki oft hjá mér.“ Hvernig viltu eggin þín? „Spælt, sunny side up.“ Hvernig viltu kaffið þitt? „Svart og sykurlaust.“ Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? „Röntgen og Petersen-svítan hafa verið svona aðalstaðirnir upp á síðkastið.“ Ertu með einhvern bucket lista? „Nei ekki beinlínis, bara drauma og þrár.“ Draumastefnumótið? „Ég horfi stundum á Bachelor með mömmu og hugsa „vá hvað ég væri til í að vera í þessum þáttum“ ekki endilega til að vera að deita gaur sem margar aðrar gellur eru að deita, heldur bara því þau eru alltaf að gera svo hellaða hluti. Fara á fjórhjóli upp á eitthvað fjall með kampavín eða fara í fallhlífarstökk eða hvað sem er. Annars er mikilvægasti parturinn kemistríið og ef það er til staðar þá er allt fullkomið, hvort sem við sætum niður í bæ með góðan drykk eða værum ein í Bíó Paradís á einhverri skrítinni tékkneskri bíómynd.“ Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? „Jii, svo margir. Ég er meistari í að búa til texta á staðnum.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? „Barnaby ræður gátuna í línulegri.“ Hvaða bók lastu síðast? „Skrýtna skráargatið því í minningunni var þetta næs bók og ég ætlaði kannski að nota hana sem innblástur að barnaleikriti en svo er þetta bara ekkert spes saga þannig það er beil.“ Hvað er Ást? „Ást er varðhundur, ást eru augu sem þú týnist í, ást er aðdráttarafl, ást er þrá og ást eru hendur sem leiðast, lófar sem snertast, fingur sem flækjast. Ég hef ekki ennþá orðið alveg ástfangin. Ég hef orðið svona næstum því ástfangin. Mamma lýsti því svo fallega um daginn þegar hún sagði að „ást væri að deila kærleika með annarri manneskju.“ Það er kannski það sem við þráum.“ Áhugasamir geta fylgt Sigríði Ástu á Instagram hér. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Söngkonan Marlene Dietrich á hug og hjarta Sigríðar Ástu um þessar mundir en hún er í óða önn að undirbúa einleik byggðan á ævi og tónlist hennar. Sigríður Ásta er sjálfstætt starfandi leikkona og kennir sömuleiðis klassískan söng við Söngskólann í Reykjavík. Hún segir vinnuna sitt helsta áhugamál. Sigríði Ástu er margt til lista lagt.aðsend Spurð hvernig draumastefnumótið væri segir hún það mætti vera í anda Bachelor þar sem fjórhjól á fjalli eða fallhlífarstökk kæmi við sögu. Hér að neðan svarar Sigríður Ásta spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? „Ég er fædd árið 1994 sem gerir mig 29 ára.“ Starf? „Sjálfstætt starfandi leikari og söngvari og kennari við Söngskólann í Reykjavík.“ Áhugamál? „Mér finnst náttúrulega lang skemmtilegast að vinna vinnuna mína, en þegar ég er ekki að vinna fæ ég útrás í að skrifa bæði prósa og ljóð og mála. Svo dýrka ég að vera úti og ég reyni eins og ég get að fara á hestbak á sumrin og taka þátt í smalamennsku á haustin. Ég er líka sökker fyrir allskonar hasar eins og lazer-tag og ratleikjum og svoleiðis.“ Sigríður Ásta þroskaðist snemma en hún flutti ung að heiman. Þrátt fyrir það er hún alltaf spurð um skilríki í ÁTVR.aðsend Gælunafn eða hliðarsjálf? „Þau eru nokkur, en bara on a need to know basis.“ Aldur í anda? „Ég flutti að heiman, til Reykjavíkur, 16 ára. Þá breyttist svo mikið í lífi mínu að mér finnst ég eiginlega ekki hafa elst neitt mikið meira eftir það. Enda er ég alltaf spurð um skilríki í ríkinu.“ Menntun? „BA próf í leiklist og búin að læra voðalega mikinn söng.“ Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Úr sveit í borg. Catchy, ég veit.“ Guilty pleasure kvikmynd? „Eurovision myndin. Finnst lögin líka óþægilega góð.“ Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? „Ji, já, ég þekki manninn ekki neitt en ég var mjög skotin í Audda Blö þegar ég var unglingur.“ Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? „Nei, en ég skamma sjálfa mig óspart í annarri persónu.“ Syngur þú í sturtu? „Ef ég er ein heima þá blasta ég alveg óperuaríurnar en ef einhver er heima þá reyni ég að hemja mig og raula kannski lítið dægurlag í mesta lagi.“ Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? „Get ekki sagt að ég eigi mér uppáhalds app, er reyndar með app sem heitir Fast Scanner og það er frekar næs ef maður þarf að skanna skjöl.“ Ertu á stefnumótaforritum? „Ég er með tinder-aðgang sem ég man eftir á sirka þriggja mánaða fresti. Er alls ekki góð í að swipe-a, er meira fyrir að detta um fólk á dansgólfinu.“ Sigríður Ásta lýsir sér sem skrítinni en samviskusamri.aðsend Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? „Ævintýragjörn, tilfinningarík og hvatvís.“ Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Út um allt, skrítin og samviskusöm.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? „Einlægni, „doers“, lífsgleði, að sjá kómík í aðstæðum, flæði, opinn hugur og hugrekki.“ En óheillandi? „Ég get ekki neikvæðni og svartsýni.“ Hvaða dýr værir þú? „Ugla.“ Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? „Akkúrat núna er ég með Marlene Dietrich á heilanum því ég er að vinna verk um hana og það væri frábært að ná góðu spjalli við hana. Svo er ég með girl-crush á dönsku leikkonuna Sidse Babett Knudsen þannig henni væri klárlega boðið og svo myndi ég bjóða Jessicu Lange, leikkonu, því hún er með frekar villta orku sem ég held að myndi passa vel í þennan epíska hóp.“ Sigríður Ásta flaggar öllum sínum hæfileikum. aðsend Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? „Ég er svo athyglissjúk að ég reyni að flagga öllum mínum hæfileikum eins mikið og ég get. Þá er líka alltaf séns að ég fái vinnu við það.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika á móti góðum leikara eða að vinna músík með öðrum góðum músíköntum. Það er svo fáránlega magnað og gaman að vera í flæði með öðru listafólki.“ Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Skattaskýrslan. Á frekar erfitt með hana.“ Ertu A eða B týpa? „Klárlega B en ég er alltaf að þykjast vera A samt. Finnst frekar nett að vakna á undan öllum öðrum, vera búin að fara út að skokka og hella upp á kaffi þegar heimurinn vaknar. Það heppnast samt ekki oft hjá mér.“ Hvernig viltu eggin þín? „Spælt, sunny side up.“ Hvernig viltu kaffið þitt? „Svart og sykurlaust.“ Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? „Röntgen og Petersen-svítan hafa verið svona aðalstaðirnir upp á síðkastið.“ Ertu með einhvern bucket lista? „Nei ekki beinlínis, bara drauma og þrár.“ Draumastefnumótið? „Ég horfi stundum á Bachelor með mömmu og hugsa „vá hvað ég væri til í að vera í þessum þáttum“ ekki endilega til að vera að deita gaur sem margar aðrar gellur eru að deita, heldur bara því þau eru alltaf að gera svo hellaða hluti. Fara á fjórhjóli upp á eitthvað fjall með kampavín eða fara í fallhlífarstökk eða hvað sem er. Annars er mikilvægasti parturinn kemistríið og ef það er til staðar þá er allt fullkomið, hvort sem við sætum niður í bæ með góðan drykk eða værum ein í Bíó Paradís á einhverri skrítinni tékkneskri bíómynd.“ Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? „Jii, svo margir. Ég er meistari í að búa til texta á staðnum.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? „Barnaby ræður gátuna í línulegri.“ Hvaða bók lastu síðast? „Skrýtna skráargatið því í minningunni var þetta næs bók og ég ætlaði kannski að nota hana sem innblástur að barnaleikriti en svo er þetta bara ekkert spes saga þannig það er beil.“ Hvað er Ást? „Ást er varðhundur, ást eru augu sem þú týnist í, ást er aðdráttarafl, ást er þrá og ást eru hendur sem leiðast, lófar sem snertast, fingur sem flækjast. Ég hef ekki ennþá orðið alveg ástfangin. Ég hef orðið svona næstum því ástfangin. Mamma lýsti því svo fallega um daginn þegar hún sagði að „ást væri að deila kærleika með annarri manneskju.“ Það er kannski það sem við þráum.“ Áhugasamir geta fylgt Sigríði Ástu á Instagram hér.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira