Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2023 19:34 Vinkonuhópurinn samanstendur af Valgerði Proppé 94 ára, Hrafnhildi Einarsdóttur 97 ára, Guðrúnu Andrésdóttur 90 ára og Selmu Hannesdóttur 90 ára. sigurjón ólason Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára. Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára.
Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira