Goðsögnin útilokar ekki endurkomu í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 07:30 Fjórfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel Vísir/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og goðsögn í sögu mótaraðarinnar, útilokar ekki möguleikann á endurkomu í Formúlu 1. Frá þessu greindi Vettel í viðtali við Martin Brundle hjá Sky Sports. Þessi magnaði þýski ökumaður lét gott heita af Formúlu 1 ferlinum, í bili hið minnsta, eftir síðasta tímabil. Í viðtalinu við Brundle segist Vettel hafa haldið sér í keppnisstandi líkamlega séð. „Bara af því að ég vil vera í þessu standi, ég er ekki að gera þetta til að geta stokkið inn ef einhver dettur út.“ Snýr Vettel aftur í Formúlu 1? Það myndi allavegana gleðja marga. Hér er hann eftir síðustu keppni sína, í bili hið minnsta, í Abu Dhabi í fyrra.Vísir/Getty Vettel er aðeins 36 ára gamall, tveimur árum yngri en Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sex árum yngri en Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin og ætti því að eiga nóg eftir í tankinum. Í gegnum sögu Formúlu 1 hafa magnaðir ökumenn bundið enda á feril sinn í Formúlu 1 en svo snúið aftur. Það var meðal annars raunin með Nigel Mansell, Fernando Alonso, Michael Schumacher og Kimi Raikkonen. Vettel segist ekki geta útilokað endurkomu í mótaröðina. „Ég get ekki svarað þessari spurningu neitandi vegna þess að maður veit aldrei,“ svaraði Vettel. „Ef þú hefðir spurt þessa ökumenn, sem sneru aftur, að þessari spurningu þá hefðu einhverjir af þeim svarað henni neitandi. Aðrir hefði svarað henni þannig að þeir vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En á endanum sneru þeir allir aftur svo ég get ekki útilokað þann möguleika fyrir mig.“ Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúlu 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Þýskaland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frá þessu greindi Vettel í viðtali við Martin Brundle hjá Sky Sports. Þessi magnaði þýski ökumaður lét gott heita af Formúlu 1 ferlinum, í bili hið minnsta, eftir síðasta tímabil. Í viðtalinu við Brundle segist Vettel hafa haldið sér í keppnisstandi líkamlega séð. „Bara af því að ég vil vera í þessu standi, ég er ekki að gera þetta til að geta stokkið inn ef einhver dettur út.“ Snýr Vettel aftur í Formúlu 1? Það myndi allavegana gleðja marga. Hér er hann eftir síðustu keppni sína, í bili hið minnsta, í Abu Dhabi í fyrra.Vísir/Getty Vettel er aðeins 36 ára gamall, tveimur árum yngri en Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sex árum yngri en Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin og ætti því að eiga nóg eftir í tankinum. Í gegnum sögu Formúlu 1 hafa magnaðir ökumenn bundið enda á feril sinn í Formúlu 1 en svo snúið aftur. Það var meðal annars raunin með Nigel Mansell, Fernando Alonso, Michael Schumacher og Kimi Raikkonen. Vettel segist ekki geta útilokað endurkomu í mótaröðina. „Ég get ekki svarað þessari spurningu neitandi vegna þess að maður veit aldrei,“ svaraði Vettel. „Ef þú hefðir spurt þessa ökumenn, sem sneru aftur, að þessari spurningu þá hefðu einhverjir af þeim svarað henni neitandi. Aðrir hefði svarað henni þannig að þeir vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En á endanum sneru þeir allir aftur svo ég get ekki útilokað þann möguleika fyrir mig.“ Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúlu 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar.
Þýskaland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira