Goðsögnin útilokar ekki endurkomu í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 07:30 Fjórfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel Vísir/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og goðsögn í sögu mótaraðarinnar, útilokar ekki möguleikann á endurkomu í Formúlu 1. Frá þessu greindi Vettel í viðtali við Martin Brundle hjá Sky Sports. Þessi magnaði þýski ökumaður lét gott heita af Formúlu 1 ferlinum, í bili hið minnsta, eftir síðasta tímabil. Í viðtalinu við Brundle segist Vettel hafa haldið sér í keppnisstandi líkamlega séð. „Bara af því að ég vil vera í þessu standi, ég er ekki að gera þetta til að geta stokkið inn ef einhver dettur út.“ Snýr Vettel aftur í Formúlu 1? Það myndi allavegana gleðja marga. Hér er hann eftir síðustu keppni sína, í bili hið minnsta, í Abu Dhabi í fyrra.Vísir/Getty Vettel er aðeins 36 ára gamall, tveimur árum yngri en Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sex árum yngri en Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin og ætti því að eiga nóg eftir í tankinum. Í gegnum sögu Formúlu 1 hafa magnaðir ökumenn bundið enda á feril sinn í Formúlu 1 en svo snúið aftur. Það var meðal annars raunin með Nigel Mansell, Fernando Alonso, Michael Schumacher og Kimi Raikkonen. Vettel segist ekki geta útilokað endurkomu í mótaröðina. „Ég get ekki svarað þessari spurningu neitandi vegna þess að maður veit aldrei,“ svaraði Vettel. „Ef þú hefðir spurt þessa ökumenn, sem sneru aftur, að þessari spurningu þá hefðu einhverjir af þeim svarað henni neitandi. Aðrir hefði svarað henni þannig að þeir vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En á endanum sneru þeir allir aftur svo ég get ekki útilokað þann möguleika fyrir mig.“ Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúlu 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Þýskaland Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Frá þessu greindi Vettel í viðtali við Martin Brundle hjá Sky Sports. Þessi magnaði þýski ökumaður lét gott heita af Formúlu 1 ferlinum, í bili hið minnsta, eftir síðasta tímabil. Í viðtalinu við Brundle segist Vettel hafa haldið sér í keppnisstandi líkamlega séð. „Bara af því að ég vil vera í þessu standi, ég er ekki að gera þetta til að geta stokkið inn ef einhver dettur út.“ Snýr Vettel aftur í Formúlu 1? Það myndi allavegana gleðja marga. Hér er hann eftir síðustu keppni sína, í bili hið minnsta, í Abu Dhabi í fyrra.Vísir/Getty Vettel er aðeins 36 ára gamall, tveimur árum yngri en Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sex árum yngri en Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin og ætti því að eiga nóg eftir í tankinum. Í gegnum sögu Formúlu 1 hafa magnaðir ökumenn bundið enda á feril sinn í Formúlu 1 en svo snúið aftur. Það var meðal annars raunin með Nigel Mansell, Fernando Alonso, Michael Schumacher og Kimi Raikkonen. Vettel segist ekki geta útilokað endurkomu í mótaröðina. „Ég get ekki svarað þessari spurningu neitandi vegna þess að maður veit aldrei,“ svaraði Vettel. „Ef þú hefðir spurt þessa ökumenn, sem sneru aftur, að þessari spurningu þá hefðu einhverjir af þeim svarað henni neitandi. Aðrir hefði svarað henni þannig að þeir vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En á endanum sneru þeir allir aftur svo ég get ekki útilokað þann möguleika fyrir mig.“ Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúlu 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar.
Þýskaland Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira