Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:00 Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Skjáskot Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu. Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér. Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sjá meira
Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér.
Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sjá meira