Opinbera forgjöf Gareth Bale sem verður í ráshóp með Rory McIlroy Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. september 2023 23:30 Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er lunkinn golfari. Stuart Franklin/Getty Images Ráhóparnir fyrir BMW PGA Championship Celebrity Pro-Am mótið í golfi sem hefst á morgun voru birtir fyrr í dag. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale verður í ráshóp með Norður-Íranum Rory McIlroy. Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira