Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn.
Byrjunarlið Íslands
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6
Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum.
Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6
Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7
Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld.
Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6
Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik.
Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6
Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum.
Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6
Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega.
Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6
Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og
Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6
Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna.
Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5
Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann.
Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins)
Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Orri Steinn Óskarsson, framherji 7
Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið.
Varamenn:
Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu
Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu
Spilaði of lítið til að fá einkunn.