Spurð hvernig það sé að sjá svo stórar stjörnur klæðast flíkum úr sinni hönnunarsmiðju segir Hildur það vera gleðilegt en auðmýkjandi á sama tíma.

„Stílistar Kylie höfðu samband við mig í síðustu viku og báðu mig um nokkrar flíkur fyrir hana en hún er um þessar mundir að kynna nýjustu plötuna sína.
Ég neita því ekki að er bæði spennandi og skemmtilegt að vera beðin að klæða alþjóðlega stjórnu á hennar mælikvarða. Hún er algjör poppgyðja sem hefur í mörg ár framleitt smelli sem gera allt vitlaust á dansgólfum um allan heim. Fyrir utan sönghæfileika sína er hún einnig ótrúlega flott og sterk kvenímynd, mjög inspirandi týpa og þekkt fyrir að vera mikið tískutákn. Það er mikill heiður að fá að klæða hana.“

Hildur segir samstarfið áhugavert í alla staði. „Hún er mjög spennt að vinna með okkur sem mér þykur mjög skemmtilegt. Við ætlum að vinna áfram að öðru verkefni sem ég get sagt þér betur frá seinna. Flíkurnar sem Kylie klæðist eru fàanlegar á Íslandi en þær fást í Yeoman við Laugavegi 7 og á hilduryeoman.com.
Það standa einmitt yfir tilboðsdagar hjá okkur í versluninni um þessar mundir og ég mæli með fyrir áhugasama að nýta sér tækifærið til að dressa sig upp eins og poppgyðju eða finna djúsí prjónakjól fyrir veturinn.“