Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 12:02 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira