Nítján ára heimakona fagnaði sigri á opna bandaríska Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 09:40 Gauff með bikarinn. Hún vann sinn fyrsta risatitil í nótt. EPA Draumur hinnar 19 ára Coco Gauff rættist í nótt þegar hún tryggði sér sigur á opna bandaríska mótinu í tennis. Gauff vann sigur á Aryna Sabalenka frá Belarús í þremur settum sem þrátt fyrir tapið lyftir sér upp í efsta sæti heimslistans. Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty
Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira