Allt gras hefur verið rifið upp á Nývangi eftir að framkvæmdir hófust á vellinum í sumar. Margt á vellinum var komið vel til ára sinna og er margra ára vinna fram undan við að gera hann upp. Stefnt er að því að hinn nýi Nývangur verði klár árið 2026.
Barcelona leikur á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á þessari leiktíð en stefna að því að spila aftur á hálfkláruðum Nývangi á næstu leiktíð en þá mun aðeins um helmingur sæta vera nothæfur.

Margir fræknir sigrar hafa unnist á vellinum síðustu ár og geta stuðningsmenn félagsins nú keypt hluta grasblettarins. Hann hefur verið bútaður niður, settur í ramma sem er í mynd vallarins og seldu gegn misháu verði.
Sölustandar hafa verið settir upp við vinnusvæðið í kringum völlinn en þar er hægt að kaupa lítinn grasblett á allt frá 50 evrum upp í 400 evrur, sem jafngildir tæplega 60 þúsund krónum.
Líkt og sjá má hér eru grasblettirnir í vefbúð félagsins uppseldir.
