„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:01 Lárus Orri og Kári ræddu um leiðtoga í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Lúxemborg í gær. Vísir Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira