Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 17:32 Hvalveiðunum hefur verið mótmælt töluvert síðan Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína. Vísir/Ívar Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. „Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring. Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“ Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana. Tengd skjöl Tell_Iceland's_Ministers_to_ban_cruel_fin_whale_huntingPDF75KBSækja skjal Ákall_frá_fólki_í_íslenskri_kvikmyndagerð_08DOCX52KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
„Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. „Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring. Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“ Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana. Tengd skjöl Tell_Iceland's_Ministers_to_ban_cruel_fin_whale_huntingPDF75KBSækja skjal Ákall_frá_fólki_í_íslenskri_kvikmyndagerð_08DOCX52KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01