Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 8. september 2023 11:30 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Í Lestrar- og ritunarstiganum geta lærðir og leikir séð dæmi um hvað felst í árangursríku kennsluskipulagi í lestri og ritun þar sem tekið er tillit til ólíkra þarfa nemenda innan sama bekkjar eða árgangs. Staða nemenda og forsendur til lestrarnáms eru ólíkar strax við upphaf skólagöngu og það kallar á skipulega nálgun. Myndin sýnir hvernig kennslan þarf að vera einstaklingsmiðuð, kerfisbundin og byggja á gögnum sem kennarinn hefur aflað um nemendur með ýmis konar mati (fjólubláa örin). Árangur í námi getur einnig verið háður ytri þáttum eins og þeirri þekkingu sem er til staðar innan skólans, lestrarmenningunni og stuðningi heima (t.d. hvort lesið sé fyrir börn og þeim fylgt eftir í lestrarnámi), móðurmáli/mállýsku eða félags- og fjárhagslegri stöðu heimilis. Innri þættir varða svo einstaklingsbundna stöðu eins og þá hvort nemandinn glími við athyglisvanda eða önnur frávik sem geta haft áhrif á framvindu í námi (bláa örin). Við viljum vekja sérstaka athygli á tveimur neðri þrepunum en þau skipa að jafnaði um helmingur nemenda á fyrstu árum formlegrar lestrarkennslu. Þessir nemendur þurfa beina og skipulega nálgun í lestrarkennslu, næg tækifæri til þjálfunar og fylgjast þarf vel með hvort kennslan beri árangur. Í neðsta þrepinu eru svo nemendur sem af einhverjum orsökum (sjá t.d. bláu örina aftur) eiga í meiri erfiðleikum en aðrir að ná tökum á lestri. Þetta geta verið nemendur sem fá síðar greiningu vegna lestrarvanda en það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er ekki einsleitur hópur. Margir þeirra geta náð og ná fullnægjandi tökum á lestri þannig að þeir eru færir um að stunda langskólanám eða annað sem þá langar til. Lestrarerfiðleikar eru nefnilega á rófi og geta ýmist verið vægir eða djúpstæðir. Talið er að hlutfall nemenda með djúpstæðan lestrarvanda sé í kringum 4% en í þessum hópi eru yfirleitt nemendur sem glíma við vanda á fleiri sviðum en lestri. Vert er að hafa í huga að langflestir einstaklingar með lestrarvanda hafa sömu vitsmunafærni og aðrir. Þess vegna er mikilvægt að gera ekki minni kröfur til þeirra í námi heldur þarf að halda áfram markvissri lestrarkennslu, t.d. með aðstoð stafrænnar tækni og með nauðsynlegum tilhliðrunum, þar til þeir hafa náð fullnægjandi færni eða hámarksfærni í takt við forsendur. Eins og staðan er núna útskrifast um þriðjungur grunnskólanema á Íslandi undir lágmarksviðmiðum hvað leshraða varðar en hann, auk málskilnings, eru lykilforsendur góðs lesskilnings. Flestum er kunnugt um fallandi gengi nemenda á Íslandi á alþjóðlegu PISA könnuninni á vegum OECD þar sem niðurstöður sýna að lesskilningi nemenda á Íslandi hefur, í megindráttum, farið hrakandi frá því að Ísland tók fyrst þáttárið 2000. Árið 2018 voru Íslendingar í 29. sæti af 37 þátttökuþjóðum á meðan Norðurlöndin, sem við gjarnan berum okkur saman við, voru öll yfir meðaltali OECD. Í lok þessa árs munu okkur berast nýjar niðurstöður úr PISA fyrir árið í fyrra og ekki ólíklegt að halli enn undan fæti sé fyrri þróun höfð í huga. Hér á landi fá yfir 20% nemenda greiningu vegna lestrarerfiðleika samanborið við þau 10% nemenda sem greinast á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt tölum frá hagstofunni er 32% barna í íslenskum grunnskólum vísað í sérkennslu eða stuðning einhvern tímann á skólagöngunni. Til samanburðar vísa Svíar aðeins um 5,8% og Danir 6,6% nemenda sinna í slík úrræði að vandlega athuguðu máli. Ástæðurnar eru án efa margar en verkefnið er augljóst. Kannski getur einföld mynd eða nálgun, eins og sú sem birtist í lestrarstiganum, verið gott leiðarljós eða upphafsreitur sem hægt er að styðjast við því það er ljóst að við verðum að gera betur. Þau sem stýra menntakerfinu okkar verða að gera betur, skólastjórnendur verða að gera betur, kennarar verða að gera betur og fá tækifæri til að mæta þörfum allra nemenda og samstarf heimila og skóla þarf að vera gott. Við læsisfræðingar þurfum einnig að leggja okkar af mörkum með því að benda á, fræða og leggja til lausnir. Í öllum bekkjum, árgöngum og skólum eru börn sem glíma við lestrarvanda. Þau hætta aldrei að vera til og á hverju ári bætast ný og ný í hópinn og vandi þeirra vex ef ekkert er að gert. Þess vegna verður að finna kerfisbundna lausn sem tryggir öllum börnum nauðsynlega aðstoð svo þau nái góðum tökum á lestri þrátt fyrir vanda. Við minnum aftur á að sá réttur er lögbundinn. Höfundur er formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Í Lestrar- og ritunarstiganum geta lærðir og leikir séð dæmi um hvað felst í árangursríku kennsluskipulagi í lestri og ritun þar sem tekið er tillit til ólíkra þarfa nemenda innan sama bekkjar eða árgangs. Staða nemenda og forsendur til lestrarnáms eru ólíkar strax við upphaf skólagöngu og það kallar á skipulega nálgun. Myndin sýnir hvernig kennslan þarf að vera einstaklingsmiðuð, kerfisbundin og byggja á gögnum sem kennarinn hefur aflað um nemendur með ýmis konar mati (fjólubláa örin). Árangur í námi getur einnig verið háður ytri þáttum eins og þeirri þekkingu sem er til staðar innan skólans, lestrarmenningunni og stuðningi heima (t.d. hvort lesið sé fyrir börn og þeim fylgt eftir í lestrarnámi), móðurmáli/mállýsku eða félags- og fjárhagslegri stöðu heimilis. Innri þættir varða svo einstaklingsbundna stöðu eins og þá hvort nemandinn glími við athyglisvanda eða önnur frávik sem geta haft áhrif á framvindu í námi (bláa örin). Við viljum vekja sérstaka athygli á tveimur neðri þrepunum en þau skipa að jafnaði um helmingur nemenda á fyrstu árum formlegrar lestrarkennslu. Þessir nemendur þurfa beina og skipulega nálgun í lestrarkennslu, næg tækifæri til þjálfunar og fylgjast þarf vel með hvort kennslan beri árangur. Í neðsta þrepinu eru svo nemendur sem af einhverjum orsökum (sjá t.d. bláu örina aftur) eiga í meiri erfiðleikum en aðrir að ná tökum á lestri. Þetta geta verið nemendur sem fá síðar greiningu vegna lestrarvanda en það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er ekki einsleitur hópur. Margir þeirra geta náð og ná fullnægjandi tökum á lestri þannig að þeir eru færir um að stunda langskólanám eða annað sem þá langar til. Lestrarerfiðleikar eru nefnilega á rófi og geta ýmist verið vægir eða djúpstæðir. Talið er að hlutfall nemenda með djúpstæðan lestrarvanda sé í kringum 4% en í þessum hópi eru yfirleitt nemendur sem glíma við vanda á fleiri sviðum en lestri. Vert er að hafa í huga að langflestir einstaklingar með lestrarvanda hafa sömu vitsmunafærni og aðrir. Þess vegna er mikilvægt að gera ekki minni kröfur til þeirra í námi heldur þarf að halda áfram markvissri lestrarkennslu, t.d. með aðstoð stafrænnar tækni og með nauðsynlegum tilhliðrunum, þar til þeir hafa náð fullnægjandi færni eða hámarksfærni í takt við forsendur. Eins og staðan er núna útskrifast um þriðjungur grunnskólanema á Íslandi undir lágmarksviðmiðum hvað leshraða varðar en hann, auk málskilnings, eru lykilforsendur góðs lesskilnings. Flestum er kunnugt um fallandi gengi nemenda á Íslandi á alþjóðlegu PISA könnuninni á vegum OECD þar sem niðurstöður sýna að lesskilningi nemenda á Íslandi hefur, í megindráttum, farið hrakandi frá því að Ísland tók fyrst þáttárið 2000. Árið 2018 voru Íslendingar í 29. sæti af 37 þátttökuþjóðum á meðan Norðurlöndin, sem við gjarnan berum okkur saman við, voru öll yfir meðaltali OECD. Í lok þessa árs munu okkur berast nýjar niðurstöður úr PISA fyrir árið í fyrra og ekki ólíklegt að halli enn undan fæti sé fyrri þróun höfð í huga. Hér á landi fá yfir 20% nemenda greiningu vegna lestrarerfiðleika samanborið við þau 10% nemenda sem greinast á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt tölum frá hagstofunni er 32% barna í íslenskum grunnskólum vísað í sérkennslu eða stuðning einhvern tímann á skólagöngunni. Til samanburðar vísa Svíar aðeins um 5,8% og Danir 6,6% nemenda sinna í slík úrræði að vandlega athuguðu máli. Ástæðurnar eru án efa margar en verkefnið er augljóst. Kannski getur einföld mynd eða nálgun, eins og sú sem birtist í lestrarstiganum, verið gott leiðarljós eða upphafsreitur sem hægt er að styðjast við því það er ljóst að við verðum að gera betur. Þau sem stýra menntakerfinu okkar verða að gera betur, skólastjórnendur verða að gera betur, kennarar verða að gera betur og fá tækifæri til að mæta þörfum allra nemenda og samstarf heimila og skóla þarf að vera gott. Við læsisfræðingar þurfum einnig að leggja okkar af mörkum með því að benda á, fræða og leggja til lausnir. Í öllum bekkjum, árgöngum og skólum eru börn sem glíma við lestrarvanda. Þau hætta aldrei að vera til og á hverju ári bætast ný og ný í hópinn og vandi þeirra vex ef ekkert er að gert. Þess vegna verður að finna kerfisbundna lausn sem tryggir öllum börnum nauðsynlega aðstoð svo þau nái góðum tökum á lestri þrátt fyrir vanda. Við minnum aftur á að sá réttur er lögbundinn. Höfundur er formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS).
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar