Stoðsendingaþrenna hjá Eriksen og Lewandowski slökkti í Færeyingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 21:18 Eriksen fékk þó ekki að eiga boltann. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum. Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Sjá meira
Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Sjá meira