Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 15:50 Þær Xóchitl Gálvez (t.v.) og Claudia Sheinbaum keppa að líkindum um hvor þeirra verður fyrsti kvenforseti Mexíkós á næsta ári. AP Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda. Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda.
Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira